Erlent

Tólf hægriöfgamenn sem hugðu á árásir handteknir í Þýskalandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Einn mannanna leiddur út úr hæstarétti í Karlsruhe í gær.
Einn mannanna leiddur út úr hæstarétti í Karlsruhe í gær. AP/Uli Deck

Þýska lögreglan handtók tólf grunaða hægriöfgamenn á föstudag sem eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um samhæfðar árásir til að valda pólitískri ringulreið. Árásirnar eru sagðar hafa átt að beinast að stjórnmálamönnum, hælisleitendum og múslimum.

Reuters-fréttastofan segir að fjórir mannanna séu grunaðir um að hafa stofnað hægriöfgahryðjuverkasamtök í september en hinir átta um að hafa fjármagnað starfsemina. Dómari úrskurðaði mennina, sem voru handteknir í sex sambandslöndum, í gæsluvarðhald í gær.

Mennirnir eru á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára en samtökin sem þeir stofnuðu nefnast „Harðkjarninn“ (þ. Der harte Kern). Þeir kynntust í gegnum samskiptamiðilinn Whatsapp sem er í eigu samfélagsmiðlarisans Facebook. Yfirvöld höfðu fylgst með hópnum frá því síðla sumars í fyrra. Lögreglumenn eru sagðir hafa fundið efni sem hefði verið hægt að nota til að búa til sprengjur í húsleitum sem tengdust handtökunum.

Stuðningur við hægriöfgahópa hefur farið vaxandi í Þýskalandi undanfarin misseri, sérstaklega í því sem var áður Austur-Þýskaland.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.