Erlent

Á­kærður fyrir morð og brot á hryðju­verka­lög­gjöfinni

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn ákærði hóf skotárás við al-Noor moskuna í Bærum þann 10. ágúst síðastliðinn.
Hinn ákærði hóf skotárás við al-Noor moskuna í Bærum þann 10. ágúst síðastliðinn. epa

Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. Hann hefur viðurkennt að hafa drepið stjúpsystur sína og svo ráðist á mosku í norska bænum Bærum, vestur af höfuðborginni Osló.

Manshaus hóf skotárás við al-Noor moskuna í Bærum þann 10. ágúst síðastliðinn, en gestum og öryggisvörðum tókst að yfirbuga hann áður en einhver særðist alvarlega. Hann var svo handtekinn af lögreglu. Þegar lögregla framkvæmdi svo húsleit á heimili Manshaus fannst sautján ára stjúpsystir hans látin.

Philip Manshaus hefur viðurkennt gjörðir sínar en neitar því að hafa gerst brotlegur við lög. Hann lýsti því yfir í yfirheyrslum hjá lögreglu að markmiðið hafi verið að „drepa eins marga og mögulegt“. Fyrir árásina hafði Manshaus fagnað fjölda skotárása þar sem hægriöfgastefna lá að baki.

Áætlað er að réttarhöld í máli Manshaus hefjist í héraðsdómi Asker og Bærums.


Tengdar fréttir

Brosti til ljósmyndara í dómsal

Norðmaðurinn sem grunaður er um að hafa myrt stjúpsystur sína og sært moskugest leit illa út þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×