Dómsmálaráðherra segir endurupptökudóm undirstrika mikilvægi sjálfstæðis frá framkvæmdavaldinu Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2020 18:37 Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að endurupptökudómstóll verði settur á fót. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að ítreka sjálfstæði dómstóla með stofnun endurupptökudómstóls og reiknar með að frumvarp hennar um dómstólinn verði samþykkt á vorþingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ávarpaði málþing nýrrar Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík í dag. Þar var rætt um fyrirhugaða stofnun endurupptökudóms samkvæmt frumvarpi ráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. „Fyrirkomulagið eins og það er í dag brýtur í bága við stjórnarskrá og við þurfum að koma þessu í betri farveg. Ég tel að með þessu frumvarpi sé það gert,“ segir dómsmálaráðherra. En frá árinu 2013 hefur sérstök endurupptökunefnd tekið fyrir kröfur um endurupptöku bæði saka- og einkamála. Áslaug segir þá nefnd of mikið inni á framkvæmdavaldinu en þessi mál þurfi að heyra algerlega undir dómsvaldið. Hinn nýi dómur verði skipaður fimm dómurum sem starfi eingöngu í kring um einstök mál líkt og félagsdómur. „Þarna eru annars vegar dómarar sem eru sérstaklega í þessu en líka dómarar úr öllum dómstigum.“ Er mikil þö rf á þ essu r é ttarfarslega s éð ? „Já, ég held að það sé mikil þörf á að hafa þessa heimild mjög skýra. Ég held að þetta verði mikil réttarbót, að koma þessu á fót,“ segir Áslaug Arna. Í máli Kristínar Haraldsdóttur, lektors við lögfræðideild HR, kom fram að langflestum kröfum um endurupptöku mála sem dæmt hafi verið í fyrir Hæstarétti á árunum 2000 til 2012 hafi verið hafnað. Samkvæmt frumvarpi ráðherra yrðu skilyrði til endurupptöku einkamála rýmkuð. „Í einkamálum liggur fyrir að heildarfjöldi beiðna hafi verið 48, 38 hafnað, fimm dregnar til baka og fjórar samþykktar. Í opinberum málum/sakamálum hafi heildarfjöldi beiðna verið 30, 28 hafnað en tvær samþykktar,“ sagði Kristín. Alþingi Dómstólar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að ítreka sjálfstæði dómstóla með stofnun endurupptökudómstóls og reiknar með að frumvarp hennar um dómstólinn verði samþykkt á vorþingi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ávarpaði málþing nýrrar Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík í dag. Þar var rætt um fyrirhugaða stofnun endurupptökudóms samkvæmt frumvarpi ráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. „Fyrirkomulagið eins og það er í dag brýtur í bága við stjórnarskrá og við þurfum að koma þessu í betri farveg. Ég tel að með þessu frumvarpi sé það gert,“ segir dómsmálaráðherra. En frá árinu 2013 hefur sérstök endurupptökunefnd tekið fyrir kröfur um endurupptöku bæði saka- og einkamála. Áslaug segir þá nefnd of mikið inni á framkvæmdavaldinu en þessi mál þurfi að heyra algerlega undir dómsvaldið. Hinn nýi dómur verði skipaður fimm dómurum sem starfi eingöngu í kring um einstök mál líkt og félagsdómur. „Þarna eru annars vegar dómarar sem eru sérstaklega í þessu en líka dómarar úr öllum dómstigum.“ Er mikil þö rf á þ essu r é ttarfarslega s éð ? „Já, ég held að það sé mikil þörf á að hafa þessa heimild mjög skýra. Ég held að þetta verði mikil réttarbót, að koma þessu á fót,“ segir Áslaug Arna. Í máli Kristínar Haraldsdóttur, lektors við lögfræðideild HR, kom fram að langflestum kröfum um endurupptöku mála sem dæmt hafi verið í fyrir Hæstarétti á árunum 2000 til 2012 hafi verið hafnað. Samkvæmt frumvarpi ráðherra yrðu skilyrði til endurupptöku einkamála rýmkuð. „Í einkamálum liggur fyrir að heildarfjöldi beiðna hafi verið 48, 38 hafnað, fimm dregnar til baka og fjórar samþykktar. Í opinberum málum/sakamálum hafi heildarfjöldi beiðna verið 30, 28 hafnað en tvær samþykktar,“ sagði Kristín.
Alþingi Dómstólar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira