Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Eiður Þór Árnason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. febrúar 2020 18:15 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Stöð 2 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segist reikna fastlega með því að einhver eigi eftir að greinast með Wuhan-veiruna svokölluðu hér á landi. Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. „Það er ekki búinn að vera mikill grunur enn þá en ég held að með vaxandi umræðu og eftirliti þá efast ég ekki um að við eigum eftir að greina einhvern með þessa veirusýkingu.“ Engin andlát utan Kína „Núna er lögð áhersla á þessi andlát sem hafa orðið í Kína og við tökum aftur fram að það hafi ekki orðið nein andlát utan Kína. Það kannski spilar inn í að hugsanlega eru innviðir þar og heilbrigðiskerfið og annað kannski aðeins öðruvísi, þetta eru ef til vill einstaklingar sem hafa kannski ekki haft aðgang að stuðningi.“ Bryndís segir langlíklegast að miklu fleiri séu smitaðir af Wuhan-veirunni í Kína en fram hefur komið. „Sem þýðir að dánarhlutfallið sem nú reiknast í kringum 1 til 2 prósent, sem er bara dánararhlutfall inflúensu á hverju ári, er ef til vill mun mun lægra.“ Ekki ástæða til að örvænta „Þannig að langlíklegast er að þeir einstaklingar sem munu greinast hér á Norðurlöndunum og hér hjá okkur á Íslandi að verði ekki svo veikir.“ Hún segir þó að vissulega verði gripið til viðeigandi ráðstafana ef slíkt tilfelli kæmi upp. „Þetta neyðarástand sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir, þetta er fyrst og fremst til að styðja við ríki sem kannski hafa ekki jafn sterka innviði og við hérna á Vesturlöndum, og í öðru lagi til þess að tryggja það að við hin erum með ákveðnar viðbragðsáætlanir og það er farið yfir alla ferla, þannig að allir séu tilbúnir þegar til þess kemur.“ Bryndís bætir við að engin ástæða sé til að örvænta í ljósi þess að fæstir þeirra sem greinist með veiruna fái alvarleg einkenni.Hér má sjá viðtalið við Bryndísi Sigurðardóttur, smitsjúkdómalækni á Landspítalanum, í fullri lengd. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. 1. febrúar 2020 11:20 Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segist reikna fastlega með því að einhver eigi eftir að greinast með Wuhan-veiruna svokölluðu hér á landi. Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. „Það er ekki búinn að vera mikill grunur enn þá en ég held að með vaxandi umræðu og eftirliti þá efast ég ekki um að við eigum eftir að greina einhvern með þessa veirusýkingu.“ Engin andlát utan Kína „Núna er lögð áhersla á þessi andlát sem hafa orðið í Kína og við tökum aftur fram að það hafi ekki orðið nein andlát utan Kína. Það kannski spilar inn í að hugsanlega eru innviðir þar og heilbrigðiskerfið og annað kannski aðeins öðruvísi, þetta eru ef til vill einstaklingar sem hafa kannski ekki haft aðgang að stuðningi.“ Bryndís segir langlíklegast að miklu fleiri séu smitaðir af Wuhan-veirunni í Kína en fram hefur komið. „Sem þýðir að dánarhlutfallið sem nú reiknast í kringum 1 til 2 prósent, sem er bara dánararhlutfall inflúensu á hverju ári, er ef til vill mun mun lægra.“ Ekki ástæða til að örvænta „Þannig að langlíklegast er að þeir einstaklingar sem munu greinast hér á Norðurlöndunum og hér hjá okkur á Íslandi að verði ekki svo veikir.“ Hún segir þó að vissulega verði gripið til viðeigandi ráðstafana ef slíkt tilfelli kæmi upp. „Þetta neyðarástand sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir, þetta er fyrst og fremst til að styðja við ríki sem kannski hafa ekki jafn sterka innviði og við hérna á Vesturlöndum, og í öðru lagi til þess að tryggja það að við hin erum með ákveðnar viðbragðsáætlanir og það er farið yfir alla ferla, þannig að allir séu tilbúnir þegar til þess kemur.“ Bryndís bætir við að engin ástæða sé til að örvænta í ljósi þess að fæstir þeirra sem greinist með veiruna fái alvarleg einkenni.Hér má sjá viðtalið við Bryndísi Sigurðardóttur, smitsjúkdómalækni á Landspítalanum, í fullri lengd.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. 1. febrúar 2020 11:20 Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. 1. febrúar 2020 11:20
Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05
Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22
Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05
Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39