Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 09:30 Losun frá orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu hefur meira en tvöfaldast á þrjátíu árum. Vísir/Vilhelm Binda þarf og geyma kolefni frá iðnaði til þess að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Ísland og Noregur eru einu norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda frá lokum 9. áratugsins og losun á hvern íbúa á Íslandi er sú mesta í Evrópu. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er gerð skil í nýrri skýrslu um ástand norðursvæðis á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var í dag. Þar kemur fram að losunin á Íslandi jókst um 32% frá 1990 til 2017. Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem losunin jókst á tímabilinu en í Noregi nam aukningin þó aðeins um 3%. Á sama tíma dróst losun Danmerkur saman 30%, Svíþjóðar um 26% og Finnlands um 22%. Hraðar hefur dregið úr losun í þessum löndum frá árinu 2007, að sögn skýrsluhöfunda Nordregio, rannsóknastofnunar ráðherranefndarinnar. Vöxturinn í losun á Íslandi er fyrst og fremst rakinn til meiri umsvifa í orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu. Iðnaðarlosun jókst þannig um 113% frá 1990 til 2017 og nemur nú um 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Auk þess jókst losun vegna samgangna um 57% á Íslandi frá 2000 til 2017, meðal annars vegna fjölgunnar ferðamanna. Orkunotkun vegna húshitunar jókst um 22% á sama tímabili. Ísland er engu að síður fremst Norðurlandanna í hlutfalli endurnýjanlegrar orku með 72%. Losun frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETC) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Koltvísýringur og brennisteinsvetni úr gufu hefur verið bundinn í jörðu við Hellisheiðarvirkjun að undanförnu. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að skala tæknina upp til að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum.Vísir/Vilhelm Leggja áherslu á kolefnisbindingu og geymslu Skýrsluhöfundar telja þróun í orkunotkun og losun á Íslandi á skjön við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Ætli Íslendingar sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfi þeir að nýta sér tækni til kolefnisbindingar og geymslu í þungaiðnaði. Fjallað er um áform fimm stærstu losenda í íslenskum iðnaði um að nota tækni CarbFix-verkefnis Orku náttúrunnar. Verkefnið gengur út á að leysa koltvísýring úr útblæstri upp í vatni og dæla honum ofan í jörðina þar sem hann verður að steini. Tæknin hefur verið notuð í tilraunaskyni við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Fram kemur að kostnaðurinn við kolefnisbindinguna nemi nú um 25 dollurum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund íslenskra króna, á tonn koltvísýrings. Kostnaðurinn er þannig sambærilegur við verðið á losunarheimildum innan samevrópska viðskiptakerfisins. Ætli Íslendingar sér að ná kolefnishlutleysi innan tuttugu ára þurfi þeir að skala tæknina til að binda kolefni verulega upp. Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Binda þarf og geyma kolefni frá iðnaði til þess að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Ísland og Noregur eru einu norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda frá lokum 9. áratugsins og losun á hvern íbúa á Íslandi er sú mesta í Evrópu. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er gerð skil í nýrri skýrslu um ástand norðursvæðis á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var í dag. Þar kemur fram að losunin á Íslandi jókst um 32% frá 1990 til 2017. Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem losunin jókst á tímabilinu en í Noregi nam aukningin þó aðeins um 3%. Á sama tíma dróst losun Danmerkur saman 30%, Svíþjóðar um 26% og Finnlands um 22%. Hraðar hefur dregið úr losun í þessum löndum frá árinu 2007, að sögn skýrsluhöfunda Nordregio, rannsóknastofnunar ráðherranefndarinnar. Vöxturinn í losun á Íslandi er fyrst og fremst rakinn til meiri umsvifa í orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu. Iðnaðarlosun jókst þannig um 113% frá 1990 til 2017 og nemur nú um 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Auk þess jókst losun vegna samgangna um 57% á Íslandi frá 2000 til 2017, meðal annars vegna fjölgunnar ferðamanna. Orkunotkun vegna húshitunar jókst um 22% á sama tímabili. Ísland er engu að síður fremst Norðurlandanna í hlutfalli endurnýjanlegrar orku með 72%. Losun frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETC) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Koltvísýringur og brennisteinsvetni úr gufu hefur verið bundinn í jörðu við Hellisheiðarvirkjun að undanförnu. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að skala tæknina upp til að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum.Vísir/Vilhelm Leggja áherslu á kolefnisbindingu og geymslu Skýrsluhöfundar telja þróun í orkunotkun og losun á Íslandi á skjön við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Ætli Íslendingar sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfi þeir að nýta sér tækni til kolefnisbindingar og geymslu í þungaiðnaði. Fjallað er um áform fimm stærstu losenda í íslenskum iðnaði um að nota tækni CarbFix-verkefnis Orku náttúrunnar. Verkefnið gengur út á að leysa koltvísýring úr útblæstri upp í vatni og dæla honum ofan í jörðina þar sem hann verður að steini. Tæknin hefur verið notuð í tilraunaskyni við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Fram kemur að kostnaðurinn við kolefnisbindinguna nemi nú um 25 dollurum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund íslenskra króna, á tonn koltvísýrings. Kostnaðurinn er þannig sambærilegur við verðið á losunarheimildum innan samevrópska viðskiptakerfisins. Ætli Íslendingar sér að ná kolefnishlutleysi innan tuttugu ára þurfi þeir að skala tæknina til að binda kolefni verulega upp.
Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira