Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 16:48 Nancy Pelosi klappar eftirminnilega fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir stefnuræðu hans í fyrra. Þá voru demókratar nýteknir við meirihluta í fulltrúadeildinni. Vísir/Getty Bandarískir þingmenn sem greiða að líkindum atkvæði um hvort sýkna eigi eða sakfella Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á morgun hlýða á stefnuræðu hans í sameinuðu þingi í kvöld. Forsetinn er sagður ætla að leggja áherslu á „bjartsýni“ og afrek sín í embætti í aðdraganda kosninga sem fara fram síðar á árinu. Trump flytur árlega stefnuræðu forseta fyrir sameinuðu Bandaríkjaþingi í sal fulltrúadeildarinnar þar sem hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir innan við tveimur mánuðum. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump í atkvæðagreiðslu á morgun. Washington Post hefur eftir ráðgjöfum forsetans að meginstef stefnuræðunnar verði „mikla endurkoma Bandaríkjanna“ og að hann ætli að leggja upp með „gegndarlausa bjartsýni“. Óljóst er hvort að Trump nýti tækifærið til að barma sér yfir málsmeðferð þingsins á kærunni á hendur honum. Einhverjir þingmenn repúblikana eru sagðir hafa ráðið forsetanum frá því að ræða kæruferlið eða hrósa sigri í ræðunni. Búist við sýknu á morgun Öldungadeildin hélt áfram að fjalla um kærurnar í dag með lokamálflutningsræðum sækjenda fulltrúadeildarinnar og verjenda forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, hvatti þingmenn til að sýkna Trump og sakaði demókrata um að reyna að ná fram hefndum fyrir kosningaósigur sinn árið 2016. Chuck Schumer, leiðtogi minnihluta demókrata, hélt á móti fram að Trump forseti væri ógn við lýðræði í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Trump var kærður fyrir að misnota vald sitt með því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Repúblikanar í öldungadeildinni felldu tillögu um að kalla til vitni eða leggja fram ný gögn í málinu þrátt fyrir að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi lýst sig tilbúinn til að gefa öldungadeildinni skýrslu. Í handriti að bók sem Bolton hefur skrifað um veru sína í Hvíta húsinu er hann sagður lýsa því hvernig Trump notaði hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu til þess að kúga Úkraínumenn til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum á þessu ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Bandarískir þingmenn sem greiða að líkindum atkvæði um hvort sýkna eigi eða sakfella Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á morgun hlýða á stefnuræðu hans í sameinuðu þingi í kvöld. Forsetinn er sagður ætla að leggja áherslu á „bjartsýni“ og afrek sín í embætti í aðdraganda kosninga sem fara fram síðar á árinu. Trump flytur árlega stefnuræðu forseta fyrir sameinuðu Bandaríkjaþingi í sal fulltrúadeildarinnar þar sem hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir innan við tveimur mánuðum. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump í atkvæðagreiðslu á morgun. Washington Post hefur eftir ráðgjöfum forsetans að meginstef stefnuræðunnar verði „mikla endurkoma Bandaríkjanna“ og að hann ætli að leggja upp með „gegndarlausa bjartsýni“. Óljóst er hvort að Trump nýti tækifærið til að barma sér yfir málsmeðferð þingsins á kærunni á hendur honum. Einhverjir þingmenn repúblikana eru sagðir hafa ráðið forsetanum frá því að ræða kæruferlið eða hrósa sigri í ræðunni. Búist við sýknu á morgun Öldungadeildin hélt áfram að fjalla um kærurnar í dag með lokamálflutningsræðum sækjenda fulltrúadeildarinnar og verjenda forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, hvatti þingmenn til að sýkna Trump og sakaði demókrata um að reyna að ná fram hefndum fyrir kosningaósigur sinn árið 2016. Chuck Schumer, leiðtogi minnihluta demókrata, hélt á móti fram að Trump forseti væri ógn við lýðræði í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Trump var kærður fyrir að misnota vald sitt með því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Repúblikanar í öldungadeildinni felldu tillögu um að kalla til vitni eða leggja fram ný gögn í málinu þrátt fyrir að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi lýst sig tilbúinn til að gefa öldungadeildinni skýrslu. Í handriti að bók sem Bolton hefur skrifað um veru sína í Hvíta húsinu er hann sagður lýsa því hvernig Trump notaði hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu til þess að kúga Úkraínumenn til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum á þessu ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira