Gular viðvaranir, miklar leysingar og allt að þrettán stiga hiti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 07:28 Gul stormviðvörun tekur gildi á morgun. Vísir/Vilhelm Mikilli úrkomu og leysingum er spáð á landinu í dag og á morgun, fimmtudag. Reikna má með vatnavöxtum og auknum líkum á krapaflóðum. Þá eru landsmenn hvattir til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum. Gul asahlákuviðvörun er því í gildi um allt land vegna þessa. Á morgun gengur hins vegar í sunnanstorm á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Gul stormviðvörun tekur því gildi í umræddum landshlutum snemma í fyrramálið. Búast má við vindi 15-23 m/s og staðbundnum vindstrengjum allt að 40 m/s, hvassast norðanlands. Stormurinn verður varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að Í dag verði sunnan og suðvestanátt, víða 10-18 m/s og rigning eða súld, en úrkomuminna austanlands. Sunnanáttinni fylgja hlýindi og búist er við fjögurra til ellefu stiga hita. Þá dregur úr úrkomu í kvöld og hvessir í nótt líkt og áður segir. Það hlýnar enn frekar en hitinn verður að 13 stigum norðaustantil. Svo dregur úr vindi síðdegis og kólnar í veðri. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan 15-23 m/s, hvassast NV-til. Súld eða rigning, en þurrt að kalla N- og A-lands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-til. Snýst í hægari suðvestanátt síðdegis, dregur úr vætu og kólnar í veðri. Á föstudag: Gengur í hvassa suðaustanátt, með vætusömu og mildu veðri, en úrkomulítið fyrir norðan. Á laugardag: Ákveðin suðaustlæg átt og víða snjókoma eða él, en þurrt að mestu fyrir norðan. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg átt með ofankomu víða um land, og heldur kólnandi veðri. Á mánudag: Líkur á að snúist í norðaustanátt með snjókomu eða éljum N-lands, en bjartviðri syðra. Áfram kalt í veðri Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustlæga eða breytilega átt, með éljum og köldu veðri. Veður Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Mikilli úrkomu og leysingum er spáð á landinu í dag og á morgun, fimmtudag. Reikna má með vatnavöxtum og auknum líkum á krapaflóðum. Þá eru landsmenn hvattir til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum. Gul asahlákuviðvörun er því í gildi um allt land vegna þessa. Á morgun gengur hins vegar í sunnanstorm á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Gul stormviðvörun tekur því gildi í umræddum landshlutum snemma í fyrramálið. Búast má við vindi 15-23 m/s og staðbundnum vindstrengjum allt að 40 m/s, hvassast norðanlands. Stormurinn verður varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að Í dag verði sunnan og suðvestanátt, víða 10-18 m/s og rigning eða súld, en úrkomuminna austanlands. Sunnanáttinni fylgja hlýindi og búist er við fjögurra til ellefu stiga hita. Þá dregur úr úrkomu í kvöld og hvessir í nótt líkt og áður segir. Það hlýnar enn frekar en hitinn verður að 13 stigum norðaustantil. Svo dregur úr vindi síðdegis og kólnar í veðri. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan 15-23 m/s, hvassast NV-til. Súld eða rigning, en þurrt að kalla N- og A-lands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-til. Snýst í hægari suðvestanátt síðdegis, dregur úr vætu og kólnar í veðri. Á föstudag: Gengur í hvassa suðaustanátt, með vætusömu og mildu veðri, en úrkomulítið fyrir norðan. Á laugardag: Ákveðin suðaustlæg átt og víða snjókoma eða él, en þurrt að mestu fyrir norðan. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg átt með ofankomu víða um land, og heldur kólnandi veðri. Á mánudag: Líkur á að snúist í norðaustanátt með snjókomu eða éljum N-lands, en bjartviðri syðra. Áfram kalt í veðri Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustlæga eða breytilega átt, með éljum og köldu veðri.
Veður Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira