Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2020 11:03 Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. visir/Friðrik Þór Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna, vildi líftryggja sig en fór bónleiður til búðar: Vörður þverneitaði að líftryggja hann vegna þess að hann telst of þungur. Vörður miðar við hinn svokallaða BMI stuðul sem finna má hér en þar getur fólk slegið inn hæð og þyngd og komist að því hvort það er vannært, í kjörþyngd, ofþyngd eða hreinlega þjáist af offitu. Hafnað því hann þótti of þungur Þetta var í október í fyrra, sem íþróttamaður ársins sótti um líftryggingu. Júlían segist, í samtali við Vísi, hafa haft pata af þessum viðmiðunum, en þjónustufulltrúi hans í bankanum hafi bent honum á að vert væri að kaupa sér líftryggingu. „Ég var eitthvað ragur við þetta því ég er tæp 170 kíló og vissi að ég færi eitthvað upp fyrir þessi viðmið. En mér var hafnað vegna þess að ég er of þungur.“ Samkvæmt viðmiðum áðurnefndum sem Vinnuvernd gefur út, en Júlían er 183 á hæð, er BMI-stuðull hans 51 og telst því íþróttamaður ársins offitusjúklingur. Þetta skýtur skökku við, að sjálfur íþróttamaður ársins, ímynd hreystinnar, skuli af tryggingarfélagi ekki þykja tækur. Júlían hlær við og segir það vissulega svo. Í þrusu formi en tryggingarfélagið lítur ekki til þess „Klárlega. Þetta er einkennilegt. Ég er í þrusu formi og hef æft íþróttir allt mitt líf.“ Júlían lagði við þetta niður vopn, hann athugaði þetta ekki frekar hjá öðrum tryggingarfélögum. Hann segist reyndar ekki vita almennilega hvernig líftrygging virkar, þar sé sjálfsagt, og miðað við þetta, eitt og annað saumað inní smáa letrið. „Já, ég geng um ólíftryggður. Lifi á brúninni,“ segir Júlían og hlær. Hann er hress. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem er í byrjun maí er í fullum gangi: „Svo er ég í undirbúningi fyrir að eignast barn eftir einn og hálfan mánuð. Allt að gerast,“ segir Júlían. En, það er hans fyrsta barn. Heilbrigðismál Íþróttamaður ársins Tryggingar Tengdar fréttir Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna, vildi líftryggja sig en fór bónleiður til búðar: Vörður þverneitaði að líftryggja hann vegna þess að hann telst of þungur. Vörður miðar við hinn svokallaða BMI stuðul sem finna má hér en þar getur fólk slegið inn hæð og þyngd og komist að því hvort það er vannært, í kjörþyngd, ofþyngd eða hreinlega þjáist af offitu. Hafnað því hann þótti of þungur Þetta var í október í fyrra, sem íþróttamaður ársins sótti um líftryggingu. Júlían segist, í samtali við Vísi, hafa haft pata af þessum viðmiðunum, en þjónustufulltrúi hans í bankanum hafi bent honum á að vert væri að kaupa sér líftryggingu. „Ég var eitthvað ragur við þetta því ég er tæp 170 kíló og vissi að ég færi eitthvað upp fyrir þessi viðmið. En mér var hafnað vegna þess að ég er of þungur.“ Samkvæmt viðmiðum áðurnefndum sem Vinnuvernd gefur út, en Júlían er 183 á hæð, er BMI-stuðull hans 51 og telst því íþróttamaður ársins offitusjúklingur. Þetta skýtur skökku við, að sjálfur íþróttamaður ársins, ímynd hreystinnar, skuli af tryggingarfélagi ekki þykja tækur. Júlían hlær við og segir það vissulega svo. Í þrusu formi en tryggingarfélagið lítur ekki til þess „Klárlega. Þetta er einkennilegt. Ég er í þrusu formi og hef æft íþróttir allt mitt líf.“ Júlían lagði við þetta niður vopn, hann athugaði þetta ekki frekar hjá öðrum tryggingarfélögum. Hann segist reyndar ekki vita almennilega hvernig líftrygging virkar, þar sé sjálfsagt, og miðað við þetta, eitt og annað saumað inní smáa letrið. „Já, ég geng um ólíftryggður. Lifi á brúninni,“ segir Júlían og hlær. Hann er hress. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem er í byrjun maí er í fullum gangi: „Svo er ég í undirbúningi fyrir að eignast barn eftir einn og hálfan mánuð. Allt að gerast,“ segir Júlían. En, það er hans fyrsta barn.
Heilbrigðismál Íþróttamaður ársins Tryggingar Tengdar fréttir Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53
Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00