Sport

Júlían íþróttamaður ársins 2019

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íþróttamaður ársins 2019: Júlían J. K. Jóhannsson. Hann tekur hér við verðlaunum í kvöld.
Íþróttamaður ársins 2019: Júlían J. K. Jóhannsson. Hann tekur hér við verðlaunum í kvöld. ÍSÍ

Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson er íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Júlían hlýtur nafnbótina en hann lenti í 2. sæti í kjörinu í fyrra.

Valið var kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu í kvöld. Þetta er í 64. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins.

Júlían bætti eigið heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum í Dubai. Hann fékk bronsverðlaunin í samanlögðum árangri á sama móti.

Júlían sigraði í réttstöðulyftu á EM og hlaut silfurverðlaun í samanlögðu á mótinu. Hann er í þriðja sæti heimslistans í sínum þyngdarflokki.

Júlían, sem er 26 ára, er þriðji kraftlyftingamaðurinn sem er valinn íþróttamaður ársins. Skúli Óskarsson hlaut þessa nafnbót 1978 og 1980 og Jón Páll Sigmarsson 1981.


Tengdar fréttir

Alfreð tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ

Alfreð Gíslason, handboltaþjálfari, var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ á hófi samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×