Sakar formann Viðreisnar um lýðskrum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 20:51 Bjarni er ekki sáttur við skrif Þorgerðar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Þorgerður, sem er formaður Viðreisnar og fyrrverandi landsbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Bjarna, kallaði þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðhunda kerfisins í pistlinum vegna viðbragða þeirra við skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. „Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ skrifar Þorgerður. Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Bjarni beinir sjónum sínum þó einna helst að því sem Þorgerður segir um greiðslur fyrir veiðirétt. Hún segir það merkilegt ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. „Þetta er ekkert annað en lýðskrum. Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann það ekki segja neitt um fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands að tiltekið gjald sé greitt fyrir hrossamakrílsveiðiheimildir í Namibíu. Að gefa annað í skyn sé „hreint lýðskrum“ því það sem mestu máli skipti sé að greiðslugeta fyrirtækja ráðist af helstu rekstrarforsendum. „Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“Stöðuuppfærslu Bjarna má lesa hér að neðan. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Þorgerður, sem er formaður Viðreisnar og fyrrverandi landsbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Bjarna, kallaði þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðhunda kerfisins í pistlinum vegna viðbragða þeirra við skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. „Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ skrifar Þorgerður. Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Bjarni beinir sjónum sínum þó einna helst að því sem Þorgerður segir um greiðslur fyrir veiðirétt. Hún segir það merkilegt ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. „Þetta er ekkert annað en lýðskrum. Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann það ekki segja neitt um fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands að tiltekið gjald sé greitt fyrir hrossamakrílsveiðiheimildir í Namibíu. Að gefa annað í skyn sé „hreint lýðskrum“ því það sem mestu máli skipti sé að greiðslugeta fyrirtækja ráðist af helstu rekstrarforsendum. „Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“Stöðuuppfærslu Bjarna má lesa hér að neðan.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28
Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00