Árásarmaðurinn í El Paso ákærður fyrir hatursglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 10:53 Patrick Crusius varð 22 að bana þegar hann réðst inn í verslun Walmart í El Paso og skaut fólk á færi. Hann reyndi sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. getty/el paso police department - epa/larry w. smith Maður sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi á alríkisvísu og er ákæran í 90 liðum. Maðurinn játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur þegar verið ákærður í ríkisdómstóli Texas fyrir morð af ásetningi. Ákærurnar um hatursglæpi á alvísu voru lagðar fram fyrir alríkisdómstóli. Ef Crusius verður sakfelldur fyrir árásina sem gerð var í ágúst í fyrra gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Saksóknari sagði fyrir dómi að árásin hafi verið innanríkishryðjuverk og árás gegn heilum þjóðernishópi. Skotárásin er talin vera sú áttunda skæðasta í nútímasögu Bandaríkjanna og átti hún sér stað í El Paso í Texas, bæ við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar búa um 680 þúsund manns og rekur um áttatíu prósent íbúanna uppruna sinn til Mið- og Suður-Ameríku. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í ellefu klukkustundir frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst síðastliðinn. Þá er hann sakaður um að hafa skotið fólk á færi með AK-47 hríðskotariffli inni í Walmart búð. Eftir að árásinni lauk ók Crusius í burtu en var stöðvaður af lögreglu skammt frá versluninni. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn.“ Í yfirlýsingu sem hann birti á spjallborðinu 8chan, sem er mikið notað af öfgafólki, skrifaði hann að morðin væru svar við „innrás spænskættaðra í Texas.“ Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05 Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45 Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Maður sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi á alríkisvísu og er ákæran í 90 liðum. Maðurinn játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur þegar verið ákærður í ríkisdómstóli Texas fyrir morð af ásetningi. Ákærurnar um hatursglæpi á alvísu voru lagðar fram fyrir alríkisdómstóli. Ef Crusius verður sakfelldur fyrir árásina sem gerð var í ágúst í fyrra gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Saksóknari sagði fyrir dómi að árásin hafi verið innanríkishryðjuverk og árás gegn heilum þjóðernishópi. Skotárásin er talin vera sú áttunda skæðasta í nútímasögu Bandaríkjanna og átti hún sér stað í El Paso í Texas, bæ við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar búa um 680 þúsund manns og rekur um áttatíu prósent íbúanna uppruna sinn til Mið- og Suður-Ameríku. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í ellefu klukkustundir frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst síðastliðinn. Þá er hann sakaður um að hafa skotið fólk á færi með AK-47 hríðskotariffli inni í Walmart búð. Eftir að árásinni lauk ók Crusius í burtu en var stöðvaður af lögreglu skammt frá versluninni. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn.“ Í yfirlýsingu sem hann birti á spjallborðinu 8chan, sem er mikið notað af öfgafólki, skrifaði hann að morðin væru svar við „innrás spænskættaðra í Texas.“
Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05 Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45 Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05
Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45
Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07