Látið reyna á málsmeðferð flóttafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 20:00 Börnin eru á aldrinum tveggja til tólf ára og hafa búið hér á landi í eitt og hálft ár. Vísir/Egill Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi sem sótti um vernd á Íslandi í ágúst 2018. Þeim var synjað í júlí í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina í nóvember. Börnin fjögur sem eru í fjölskyldunni ganga í skóla og leikskóla á Ásbrú, hafa aðlagast vel og tala íslensku. Frétt Vísis: Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Málsmeðferðartíminn í þeirra máli, sem skilgreindur frá umsókn til synjunar kærunefndar, tók 15 mánuði og sjö daga. Eftir nýlega breytingu á reglugerð er hámarkstími málsmeðferðar sextán mánuðir. Munar því þremur vikum á því að fjölskyldan eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau hafa þó verið hér í átján mánuði og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þeim verður vísað úr landi. Lögmaður telur að miða eigi seinni tímamörk málsmeðferðartíma við framkvæmd brottvísunar. Réttindi flóttafólks séu túlkuð of þröngt með gildandi framkvæmd. Magnú Norðdahl, lögmaður. „Auðvitað er það svo að aðlögun barna sem hér eru heldur áfram. Það er kveðinn upp einhver úrskurður og síðan kannski líður hálft ár, átta mánuðir, eða eitt ár þangað til þessi brottvísun er framkvæmd og allan þann tíma eru þessi börn og þetta fólk að aðlagast. Þannig að þessi mannúðarsjónarmið eiga þá auðvitað við," segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Langur tími getur liðið frá úrskurði og þar til fólki er tilkynnt hvenær því verði vísað úr landi. „Ég hef verið með mál þar sem niðurstaða var fengin innan átján mánaða en fólkið var hérna ennþá eftir tvö og hálft ár frá komu. Þannig þetta getur verið mjög langur tími," segir Magnús. Magnús hyggst láta reyna á túlkun stjórnvalda. Eftir helgi mun hann leggja fram endurupptökubeiðni í máli fjölskyldunnar á grundvelli mannúðarsjóðarmiða með vísan till þess að hún hafi verið hér á landi fram yfir hámarkstímann. Verði málið ekki endurupptekið ætlar hann með það fyrir dóm. „Það eru líka önnur mál sem við erum með þar sem þessi sjónarmið sem eru undir. Þannig það er alveg ljóst að á næstu misserum mun reyna á þetta með einhverjum hætti fyrir dómi, hvort sem það verður í þessu máli eða öðru," segir Magnús. Hælisleitendur Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi sem sótti um vernd á Íslandi í ágúst 2018. Þeim var synjað í júlí í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina í nóvember. Börnin fjögur sem eru í fjölskyldunni ganga í skóla og leikskóla á Ásbrú, hafa aðlagast vel og tala íslensku. Frétt Vísis: Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Málsmeðferðartíminn í þeirra máli, sem skilgreindur frá umsókn til synjunar kærunefndar, tók 15 mánuði og sjö daga. Eftir nýlega breytingu á reglugerð er hámarkstími málsmeðferðar sextán mánuðir. Munar því þremur vikum á því að fjölskyldan eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau hafa þó verið hér í átján mánuði og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þeim verður vísað úr landi. Lögmaður telur að miða eigi seinni tímamörk málsmeðferðartíma við framkvæmd brottvísunar. Réttindi flóttafólks séu túlkuð of þröngt með gildandi framkvæmd. Magnú Norðdahl, lögmaður. „Auðvitað er það svo að aðlögun barna sem hér eru heldur áfram. Það er kveðinn upp einhver úrskurður og síðan kannski líður hálft ár, átta mánuðir, eða eitt ár þangað til þessi brottvísun er framkvæmd og allan þann tíma eru þessi börn og þetta fólk að aðlagast. Þannig að þessi mannúðarsjónarmið eiga þá auðvitað við," segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Langur tími getur liðið frá úrskurði og þar til fólki er tilkynnt hvenær því verði vísað úr landi. „Ég hef verið með mál þar sem niðurstaða var fengin innan átján mánaða en fólkið var hérna ennþá eftir tvö og hálft ár frá komu. Þannig þetta getur verið mjög langur tími," segir Magnús. Magnús hyggst láta reyna á túlkun stjórnvalda. Eftir helgi mun hann leggja fram endurupptökubeiðni í máli fjölskyldunnar á grundvelli mannúðarsjóðarmiða með vísan till þess að hún hafi verið hér á landi fram yfir hámarkstímann. Verði málið ekki endurupptekið ætlar hann með það fyrir dóm. „Það eru líka önnur mál sem við erum með þar sem þessi sjónarmið sem eru undir. Þannig það er alveg ljóst að á næstu misserum mun reyna á þetta með einhverjum hætti fyrir dómi, hvort sem það verður í þessu máli eða öðru," segir Magnús.
Hælisleitendur Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira