Innlent

Kölluð út vegna hópslags­mála á skóla­lóð í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Hörðuvallaskóli. Aðalvarðstjóri segir að það hafi verið svolítið um hópasafnanir við skóla að undanförnu.
Hörðuvallaskóli. Aðalvarðstjóri segir að það hafi verið svolítið um hópasafnanir við skóla að undanförnu. Vísir/Vilhelm

Þrír lögreglubílar og bíll sérsveitar ríkislögreglustjóra voru send á vettvang eftir að tilkynnt hafði verið um hópslagsmál og hraðakstur inni á lóð Hörðuvallaskóla í Kórahverfi í Kópavogi í gærkvöldi.

Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Gunnar segir tilkynnt hafi verið um stóran hóp ungmenna á lóð skólans um klukkan 23. „Þetta voru um 150 til tvö hundruð krakkar. Þetta var mjög óljóst en engar tilkynningar eru um að nokkur hafi slasast. En þarna var gríðarlegur fjöldi af krökkum, fyrirgangur og einhverjir á bílum að elta krakka inni á skólalóðinni.“

Gunnar segir að það hafi verið svolítið um hópasafnanir við skólann að undanförnu. „Þetta eru líka krakkar úr öðrum hverfum. En þetta er ekki bundið við Hörðuvallaskóla og þannig hafa líka verið sambærileg útköll í Breiðholtinu og víðar.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×