Innlent

Eigandi Haffjarðarár blæs á sögur af Björgólfi í veiðihúsinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgólfur, Guy Ritchie og David Beckham á góðri stundu í veiðigallanum.
Björgólfur, Guy Ritchie og David Beckham á góðri stundu í veiðigallanum. @davidbeckham

Eigandi Haffjarðarár þvertekur fyrir að nokkuð ósæmilegt hafi gerst í veiðihúsi árinnar í sumar þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson var á veiðum ásamt vinum sínum úr heimi hinna ríku og frægu.

Um er að ræða knattspyrnukappann David Beckham og leikstjórann Guy Ritchie. Óvildarmenn Björgólfs standi líkast til fyrir sögunum að sögn eigandans.

Sögurnar fóru að kvisast út í sumar þess efnis að eitthvað ósæmilegt hefði átt sér stað í veiðihúsinu í umræddri veiðiferð vinanna. Vísir hefur reynt að fá þær staðfestar en án árangurs. 

Útgáfurnar eru nokkrar en rauði þráðurinn sá að Björgólfur hafi hegðað sér ósæmilega. Svo illa að eigandi árinnar hafi séð sig knúinn til að reka vinina af svæðinu.

Þessu neitar Óttar Yngvason, eigandi Haffjarðarár, í samtali við Mannlíf í dag. Hann hafi heyrt ótal útgáfur af sögunum og þær eigi eitt sameiginlegt.

„Allar þessar sögur um Björgólf Thor og Haffjarðará eru rangar. Hann hefur verið viðskiptavinur okkar í nokkur ár og ekkert komið upp á,” segir Óttar.

Ekkert sem hafi gerst í veiðihúsinu gefi tilefni til sagna á borð við þær sem hann hafi heyrt undanfarnar vikur. Þá sé ekkert til í því að hann ætli sér að selja Haffjarðará eins og sumar sögur segi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×