Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 10:09 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Meðal annars sé mikilvægt að horfa til þess tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Sigríður var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun. Varðandi landamærin segist hún hafa bent á það síðustu mánuði að horfa þurfi á málið í miklu stærra samhangi. „Þá þurfum við að horfa til alls konar þátta, meðal annars grunnréttinda borgaranna og þá er ég ekkert bara að horfa á ferðafrelsi – heldur friðhelgi einkalífsins, fundafrelsi og atvinnufrelsi og fleiri þátta.“ Þingmaðurinn kveðst hafa efasemdir um það lagaumhverfi sem ríki þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. „Ég hef svolítið verið að furða mig á því að menn telja að það sé ennþá – sex mánuðum eftir að við fórum fyrst að hafa afskipti af þessum veirufaraldri – að menn telji sig ennþá hafa nógu góðan lagagrunn undir það að taka ákvarðanir með reglugerðum eða tilmælum eða einhverju slíku af hálfu sóttvarnayfirvalda og ráðherra í kjölfarið – þegar svona langt er liðið á veiruna, án þess að löggjafinn komi þarna og ræði í rauninni hvort að þurfi mögulega að breyta lögum. Ef vilji löggjafans myndi standa til þess að loka landinu, þá held ég að þurfi að koma aðeins sterkari lagagrunnur undir slíkar ákvarðanir.“ Skilgreini ekki endilega heilu löndin sem áhættusvæði Sigríður ræddi ennfremur þá ákvörðun að skilgreina lönd í heild sinni sem áhættusvæði. „Maður hlýtur að kalla eftir því – og það kemur mögulega svar við því í dag, ég held að það hljóti að þurfa að koma – hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu. Það er auðvitað ekki hægt að segja að nú höfum við skilgreint eitthvað land sem áhættusvæði – það þarf að vera einhver raunveruleg skilgreining þar á bakvið.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið út tilmæli til ríkja um hvernig menn skuli nálgast þetta viðfangsefni sérstaklega, það er að segja för manna milli landamæra. „Þar hafa menn bent á að það geti verið málefnalegt að skilgreina hluta af svæðum sem áhættusvæði. Það hafa lönd í Evrópu verið að gera. Danmörk og Noregur hafa til dæmis tekið hluta af Svíþjóð og skilgreint sem áhættusvæði en ekki allt landið,“ segir Sigríður sem vill að íslensk stjórnvöld líti frekar til slíkrar nálgunar. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bítið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Meðal annars sé mikilvægt að horfa til þess tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Sigríður var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun. Varðandi landamærin segist hún hafa bent á það síðustu mánuði að horfa þurfi á málið í miklu stærra samhangi. „Þá þurfum við að horfa til alls konar þátta, meðal annars grunnréttinda borgaranna og þá er ég ekkert bara að horfa á ferðafrelsi – heldur friðhelgi einkalífsins, fundafrelsi og atvinnufrelsi og fleiri þátta.“ Þingmaðurinn kveðst hafa efasemdir um það lagaumhverfi sem ríki þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. „Ég hef svolítið verið að furða mig á því að menn telja að það sé ennþá – sex mánuðum eftir að við fórum fyrst að hafa afskipti af þessum veirufaraldri – að menn telji sig ennþá hafa nógu góðan lagagrunn undir það að taka ákvarðanir með reglugerðum eða tilmælum eða einhverju slíku af hálfu sóttvarnayfirvalda og ráðherra í kjölfarið – þegar svona langt er liðið á veiruna, án þess að löggjafinn komi þarna og ræði í rauninni hvort að þurfi mögulega að breyta lögum. Ef vilji löggjafans myndi standa til þess að loka landinu, þá held ég að þurfi að koma aðeins sterkari lagagrunnur undir slíkar ákvarðanir.“ Skilgreini ekki endilega heilu löndin sem áhættusvæði Sigríður ræddi ennfremur þá ákvörðun að skilgreina lönd í heild sinni sem áhættusvæði. „Maður hlýtur að kalla eftir því – og það kemur mögulega svar við því í dag, ég held að það hljóti að þurfa að koma – hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu. Það er auðvitað ekki hægt að segja að nú höfum við skilgreint eitthvað land sem áhættusvæði – það þarf að vera einhver raunveruleg skilgreining þar á bakvið.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið út tilmæli til ríkja um hvernig menn skuli nálgast þetta viðfangsefni sérstaklega, það er að segja för manna milli landamæra. „Þar hafa menn bent á að það geti verið málefnalegt að skilgreina hluta af svæðum sem áhættusvæði. Það hafa lönd í Evrópu verið að gera. Danmörk og Noregur hafa til dæmis tekið hluta af Svíþjóð og skilgreint sem áhættusvæði en ekki allt landið,“ segir Sigríður sem vill að íslensk stjórnvöld líti frekar til slíkrar nálgunar. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bítið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent