Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 11:35 Nokkur tilraunaskot til viðbótar verða gerð á Langanesi. Aðsend/Skyrora Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun . Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni segir að skotið hafi gengið vel í morgun enda hafi aðstæður verið góðar. „Þetta gekk vel! Það var fallegur dagur á skotstað í dag.“ Eldflauginni, frá skoska fyrirtækinu Skyrora, var skotið upp í tveimur hlutum, eða stigum. Fyrri partur flaugarinnar fór upp í sex kílómetra hæð og þegar hann hætti að brenna fór efri parturinn í 30 kílómetra hæð. „Það er ekki formlega geimurinn, enda ekki geimskot heldur eldflaugaskot,“ segir Atli Þór í samtali við fréttastofu. Íbúar Langaness fylgjast heillaðir með eldflaugaskotinu.Aðsend/Atli Þór „Þegar þú ert kominn í 30 km hæð þá sérðu að jörðin er sannarlega hnöttótt. Fyrri hlutinn fellur um það bil 3 km í sjóinn frá ströndinni, efri hlutinn er um það bil 18 km frá ströndu.“ Skrifað var undir samning við björgunarsveitina um að ná í partana aftur og stendur sú aðgerð yfir núna. Hægt er að endurnýta hlutana og verða haldnar nokkrar æfingar til viðbótar. Atli Þór segir Ísland vel til þess fallið að skjóta héðan eldflaugum. Eldflauginni var skotið upp frá Langanesi í morgun.Aðsend/Atli Þór „Það eru hundruð þátta sem þarf að skoða: öryggið, veðrátta, staðsetning, samgöngur og leyfi og annað slíkt. Þú þarft alltaf að vega og meta hagsmuni. Langanes hefur nokkra kosti. Ísland býr yfir ótrúlega góðum veðurgögnum, líka góð staðsetning út af ákveðinni braut og staðsetningakerfi hnatta. Svo ertu með svæði sem er tiltölulega strjálbýlt, auðvelt að viðhalda öryggi, stórt flugsvæði og svo framvegis,“ segir Atli. „Hjá okkur tekur nú við að leyfa okkar teymi að sofa,“ segir Atli. Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun . Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni segir að skotið hafi gengið vel í morgun enda hafi aðstæður verið góðar. „Þetta gekk vel! Það var fallegur dagur á skotstað í dag.“ Eldflauginni, frá skoska fyrirtækinu Skyrora, var skotið upp í tveimur hlutum, eða stigum. Fyrri partur flaugarinnar fór upp í sex kílómetra hæð og þegar hann hætti að brenna fór efri parturinn í 30 kílómetra hæð. „Það er ekki formlega geimurinn, enda ekki geimskot heldur eldflaugaskot,“ segir Atli Þór í samtali við fréttastofu. Íbúar Langaness fylgjast heillaðir með eldflaugaskotinu.Aðsend/Atli Þór „Þegar þú ert kominn í 30 km hæð þá sérðu að jörðin er sannarlega hnöttótt. Fyrri hlutinn fellur um það bil 3 km í sjóinn frá ströndinni, efri hlutinn er um það bil 18 km frá ströndu.“ Skrifað var undir samning við björgunarsveitina um að ná í partana aftur og stendur sú aðgerð yfir núna. Hægt er að endurnýta hlutana og verða haldnar nokkrar æfingar til viðbótar. Atli Þór segir Ísland vel til þess fallið að skjóta héðan eldflaugum. Eldflauginni var skotið upp frá Langanesi í morgun.Aðsend/Atli Þór „Það eru hundruð þátta sem þarf að skoða: öryggið, veðrátta, staðsetning, samgöngur og leyfi og annað slíkt. Þú þarft alltaf að vega og meta hagsmuni. Langanes hefur nokkra kosti. Ísland býr yfir ótrúlega góðum veðurgögnum, líka góð staðsetning út af ákveðinni braut og staðsetningakerfi hnatta. Svo ertu með svæði sem er tiltölulega strjálbýlt, auðvelt að viðhalda öryggi, stórt flugsvæði og svo framvegis,“ segir Atli. „Hjá okkur tekur nú við að leyfa okkar teymi að sofa,“ segir Atli.
Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28