Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Sylvía Hall skrifar 16. ágúst 2020 11:29 Þorsteinn Már Baldvinsson. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hann þau mál sem hafa komið upp í tengslum við fyrirtækið, nú síðast myndband sem birt var á YouTube þar sem hið svokallaða Seðlabankamál er til umfjöllunar. Í viðtalinu segir Þorsteinn málið ekki vera búið. Von sé á fleiri þáttum en tilgangurinn hafi verið að fá „efnislega umræðu“ um málið í heild sinni. Hann segir sömu einstaklinga ganga harðast fram í umræðunni þegar upp koma mál í tengslum við Samherja og nefnir þar ákveðna stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn. „Við vorum teknir margir einstaklingar algjörlega af lífi, sama hvort það var af stjórnmálamönnum eða blaðamönnum,“ sagði Þorsteinn varðandi Seðlabankamálið. „Ég ætla bara að benda á hvert var upphaf seðlabankamálsins, hverjir voru að tjá sig og hverjir eru að tjá sig núna.“ Líkt og í fyrri viðtölum snýr gagnrýni Þorsteins einna helst að RÚV og þeirra vinnubrögðum, einnig varðandi fréttaflutning af meintum mútugreiðslum Samherja. Honum þyki ósanngjarnt að hvernig málið sé framsett og hafnar því að fyrirtækið hafi greitt mútur. „Það er alveg ljóst að við greiddum einhverjar greiðslur til ráðgjafa,“ sagði Þorsteinn. „Við munum sýna fram á það að við höfum ekki verið að múta fólki.“ Hér að neðan má hlusta á fyrri og seinni hluta viðtalsins. Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. 12. ágúst 2020 20:48 Segja mikilvægt að allri leynd af gögnum verði aflétt Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna segja mikilvægt að allri leynd af gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs verði aflétt. Verið sé að höndla með mikla hagsmuni og mikilvægt að almenningur fái greiðan aðgang að upplýsingum um auðlindir hafsins. 13. ágúst 2020 13:44 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hann þau mál sem hafa komið upp í tengslum við fyrirtækið, nú síðast myndband sem birt var á YouTube þar sem hið svokallaða Seðlabankamál er til umfjöllunar. Í viðtalinu segir Þorsteinn málið ekki vera búið. Von sé á fleiri þáttum en tilgangurinn hafi verið að fá „efnislega umræðu“ um málið í heild sinni. Hann segir sömu einstaklinga ganga harðast fram í umræðunni þegar upp koma mál í tengslum við Samherja og nefnir þar ákveðna stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn. „Við vorum teknir margir einstaklingar algjörlega af lífi, sama hvort það var af stjórnmálamönnum eða blaðamönnum,“ sagði Þorsteinn varðandi Seðlabankamálið. „Ég ætla bara að benda á hvert var upphaf seðlabankamálsins, hverjir voru að tjá sig og hverjir eru að tjá sig núna.“ Líkt og í fyrri viðtölum snýr gagnrýni Þorsteins einna helst að RÚV og þeirra vinnubrögðum, einnig varðandi fréttaflutning af meintum mútugreiðslum Samherja. Honum þyki ósanngjarnt að hvernig málið sé framsett og hafnar því að fyrirtækið hafi greitt mútur. „Það er alveg ljóst að við greiddum einhverjar greiðslur til ráðgjafa,“ sagði Þorsteinn. „Við munum sýna fram á það að við höfum ekki verið að múta fólki.“ Hér að neðan má hlusta á fyrri og seinni hluta viðtalsins.
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. 12. ágúst 2020 20:48 Segja mikilvægt að allri leynd af gögnum verði aflétt Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna segja mikilvægt að allri leynd af gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs verði aflétt. Verið sé að höndla með mikla hagsmuni og mikilvægt að almenningur fái greiðan aðgang að upplýsingum um auðlindir hafsins. 13. ágúst 2020 13:44 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. 12. ágúst 2020 20:48
Segja mikilvægt að allri leynd af gögnum verði aflétt Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna segja mikilvægt að allri leynd af gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs verði aflétt. Verið sé að höndla með mikla hagsmuni og mikilvægt að almenningur fái greiðan aðgang að upplýsingum um auðlindir hafsins. 13. ágúst 2020 13:44
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52