Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Sylvía Hall skrifar 15. ágúst 2020 12:26 Helgi Áss Grétarsson hefur fjallað um fiskveiðistjórnunarkerfið í skrifum sínum og var áður dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. Mikilvægt sé að gera greinarmun á skýrslum og öðrum vinnuskjölum í stjórnsýslunni og það sé alvarlegt að Ríkisútvarpið hafi talað um skýrslu í þessu samhengi. Þetta segir Helgi í skoðanagrein sem birt var á Vísi í dag. Helgi starfaði áður sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands í sjö ár, þar áður starfaði hann hjá Lagastofnun og hefur meðal annars rannsakað íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í störfum sínum. Hann segir dapurlegt að „sanngjarnari og málefnalegri umfjöllun“ sé ekki um sjávarútveginn hjá Ríkisútvarpinu og telur umræðuna almennt fasta í pólitískum skotgröfum. „Aðalatriðið er að nú er komið á daginn að helsta heimildarskjal Kastljóss, við vinnslu þáttar þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindu útvegsfyrirtæki, var ekki skýrsla heldur excel-skjal sem ekki hafði verið lagt efnislagt mat á innan viðeigandi stjórnsýslustofnunar,“ skrifar Helgi. Tölurnar teknar saman Mikil umræða hefur verið um umrætt excel-skjal eftir að Samherji birti myndband á YouTube í vikunni þar sem Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, var sakaður um að hafa „átt við“ skjalið og bar myndbandið titilinn: Skýrslan sem aldrei var gerð. Í kjölfarið stigu tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna fram og sögðust eiga sömu gögn og voru til umfjöllunar í Kastljósi. Báðir furðuðu þeir sig á framgangi Samherja sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, það ekki skipta neinu máli hvort skjalið væri skýrsla eða minnisblað – upplýsingarnar væru til. Helgi er á öðru máli og segir vísanir í skjal Verðlagsstofu aðeins vera „leik fjölmiðlamannsins að hráum tölum“ sem séu ekki settar í samhengi við markaðsaðstæður og gæði afla svo eitthvað sé nefnt. Framsetningin hafi þannig verið villandi þar sem hann hafi gefið til kynna að sérfræðingar hefðu unnið úr gögnunum með því að kalla skjalið skýrslu. „Engu að síður gerði Kastljós heilan þátt sem byggði á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ og var ítrekað vísað til skjalsins með þessum hætti í þættinum. Það verður að teljast býsna alvarlegt enda til þess fallið að afvegaleiða áhorfendur,“ skrifar Helgi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sama pól í hæðina og sagði Verðlagsstofu hafa staðfest að enginn skýrsla hefði verið unninn. Hann kallaði þó eftir því að Ríkisútvarpið myndi birta gögnin, en í yfirlýsingu Verðlagsstofu kom skýrt fram að þau séu trúnaðargögn samkvæmt lögum og tekur Helgi undir það í sinni grein. Hann virðist þó alls ekki sáttur við fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem snýr að sjávarútvegi. „Umfjöllun um sjávarútveg á Ríkisútvarpinu er hins vegar efni í aðra grein og lengri.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. Mikilvægt sé að gera greinarmun á skýrslum og öðrum vinnuskjölum í stjórnsýslunni og það sé alvarlegt að Ríkisútvarpið hafi talað um skýrslu í þessu samhengi. Þetta segir Helgi í skoðanagrein sem birt var á Vísi í dag. Helgi starfaði áður sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands í sjö ár, þar áður starfaði hann hjá Lagastofnun og hefur meðal annars rannsakað íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í störfum sínum. Hann segir dapurlegt að „sanngjarnari og málefnalegri umfjöllun“ sé ekki um sjávarútveginn hjá Ríkisútvarpinu og telur umræðuna almennt fasta í pólitískum skotgröfum. „Aðalatriðið er að nú er komið á daginn að helsta heimildarskjal Kastljóss, við vinnslu þáttar þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindu útvegsfyrirtæki, var ekki skýrsla heldur excel-skjal sem ekki hafði verið lagt efnislagt mat á innan viðeigandi stjórnsýslustofnunar,“ skrifar Helgi. Tölurnar teknar saman Mikil umræða hefur verið um umrætt excel-skjal eftir að Samherji birti myndband á YouTube í vikunni þar sem Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, var sakaður um að hafa „átt við“ skjalið og bar myndbandið titilinn: Skýrslan sem aldrei var gerð. Í kjölfarið stigu tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna fram og sögðust eiga sömu gögn og voru til umfjöllunar í Kastljósi. Báðir furðuðu þeir sig á framgangi Samherja sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, það ekki skipta neinu máli hvort skjalið væri skýrsla eða minnisblað – upplýsingarnar væru til. Helgi er á öðru máli og segir vísanir í skjal Verðlagsstofu aðeins vera „leik fjölmiðlamannsins að hráum tölum“ sem séu ekki settar í samhengi við markaðsaðstæður og gæði afla svo eitthvað sé nefnt. Framsetningin hafi þannig verið villandi þar sem hann hafi gefið til kynna að sérfræðingar hefðu unnið úr gögnunum með því að kalla skjalið skýrslu. „Engu að síður gerði Kastljós heilan þátt sem byggði á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ og var ítrekað vísað til skjalsins með þessum hætti í þættinum. Það verður að teljast býsna alvarlegt enda til þess fallið að afvegaleiða áhorfendur,“ skrifar Helgi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sama pól í hæðina og sagði Verðlagsstofu hafa staðfest að enginn skýrsla hefði verið unninn. Hann kallaði þó eftir því að Ríkisútvarpið myndi birta gögnin, en í yfirlýsingu Verðlagsstofu kom skýrt fram að þau séu trúnaðargögn samkvæmt lögum og tekur Helgi undir það í sinni grein. Hann virðist þó alls ekki sáttur við fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem snýr að sjávarútvegi. „Umfjöllun um sjávarútveg á Ríkisútvarpinu er hins vegar efni í aðra grein og lengri.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26
Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15