Muller segir yfirburði Bayern í gær meiri en Þýskalands yfir Brasilíu Ísak Hallmundarson skrifar 15. ágúst 2020 12:00 Muller var valinn maður leiksins í gær. getty/Michael Regan Bayern Munchen vann ótrúlegan 8-2 sigur á Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Thomas Muller, leikmaður Bayern, var einnig í liði Þýskalands sem sigraði Brasilíu 7-1 í undanúrslitum HM 2014 í Brasilíu. Muller skoraði fyrsta mark leiksins í gær líkt og í leik Þýskalands og Brasilíu. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Barcelona sagði Þjóðverjinn eftir leik að yfirburðir Bayern gegn Börsungum í gær hefðu verið meiri en yfirburðir Þjóðverja gegn Brasilíumönnum árið 2014. „Í Brasilíu árið 2014 höfðum við ekki eins mikla stjórn á leiknum og í gær. Það var eitthvað sem gerðist þar en við skulum ekki tala um það, tölum um daginn í dag (gær). Þetta var sérstakt kvöld, úrslitin og hvernig við spiluðum var sérstakt. Það besta var að sjá leikmennina sem komu af bekknum vera með sama hugarfar og gleði og hinir. Mikilvægast er að gera það sem við viljum á vellinum og að allir geri sitt allra besta.“ Thomas Muller og Manuel Neuer eru einu leikmennirnir sem tóku bæði þátt í niðurlægingu Þýskalands á Brasilíu fyrir sex árum og Bayern á Barcelona í gær. Leikurinn í gær var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var stærsta tap Barcelona síðan árið 1951, stærsti sigur í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, Bayern setti nýtt met yfir mörk á einu tímabili eða 155 mörk og Robert Lewandowski setti met með því að skora í áttunda leik sínum í röð í keppninni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Sjá meira
Bayern Munchen vann ótrúlegan 8-2 sigur á Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Thomas Muller, leikmaður Bayern, var einnig í liði Þýskalands sem sigraði Brasilíu 7-1 í undanúrslitum HM 2014 í Brasilíu. Muller skoraði fyrsta mark leiksins í gær líkt og í leik Þýskalands og Brasilíu. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Barcelona sagði Þjóðverjinn eftir leik að yfirburðir Bayern gegn Börsungum í gær hefðu verið meiri en yfirburðir Þjóðverja gegn Brasilíumönnum árið 2014. „Í Brasilíu árið 2014 höfðum við ekki eins mikla stjórn á leiknum og í gær. Það var eitthvað sem gerðist þar en við skulum ekki tala um það, tölum um daginn í dag (gær). Þetta var sérstakt kvöld, úrslitin og hvernig við spiluðum var sérstakt. Það besta var að sjá leikmennina sem komu af bekknum vera með sama hugarfar og gleði og hinir. Mikilvægast er að gera það sem við viljum á vellinum og að allir geri sitt allra besta.“ Thomas Muller og Manuel Neuer eru einu leikmennirnir sem tóku bæði þátt í niðurlægingu Þýskalands á Brasilíu fyrir sex árum og Bayern á Barcelona í gær. Leikurinn í gær var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var stærsta tap Barcelona síðan árið 1951, stærsti sigur í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, Bayern setti nýtt met yfir mörk á einu tímabili eða 155 mörk og Robert Lewandowski setti met með því að skora í áttunda leik sínum í röð í keppninni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Sjá meira