Efling vill ræða beint við borgarstjóra Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2020 12:56 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að samninganefnd Reykjavíkurborgar hafi villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög. „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar Í bréfi Eflingar til borgarstjóra kemur fram að Sólveig Anna og samninganefnd Eflingar krefjist þess að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna borgarinnar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, á þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. „Í tilboðinu sem kynnt verður á miðvikudag er fallist á sömu taxtahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl síðastliðnum, auk þess sem krafist er nauðsynlegrar og tímabærrar leiðréttingar á láglaunastefnu borgarinnar. Auk þess munu félagsmenn Eflingar hjá borginni veita innsýn í aðstæður sínar og kjör. Á fundinum er borgarstjóra boðið að eiga viðræður við samninganefnd Eflingar og bregðast þar við tilboði hennar. Fullt gagnsæi verður um allt sem fram fer á þeim fundi. Á þriðjudag mun birtast í dagblöðum opið bréf samninganefndar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg til Dags B. Eggertssonar, en atkvæðagreiðsla um verkfall 1800 félagsmanna Eflingar hjá borginni hefst á hádegi sama dag. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu munu allir starfsmenn Eflingar hjá borginni fara í verkfall í byrjun febrúar á völdum dagsetningum og í ótímabundið verkfall frá 17. febrúar,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. 10. janúar 2020 15:39 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að samninganefnd Reykjavíkurborgar hafi villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög. „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar Í bréfi Eflingar til borgarstjóra kemur fram að Sólveig Anna og samninganefnd Eflingar krefjist þess að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna borgarinnar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, á þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. „Í tilboðinu sem kynnt verður á miðvikudag er fallist á sömu taxtahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl síðastliðnum, auk þess sem krafist er nauðsynlegrar og tímabærrar leiðréttingar á láglaunastefnu borgarinnar. Auk þess munu félagsmenn Eflingar hjá borginni veita innsýn í aðstæður sínar og kjör. Á fundinum er borgarstjóra boðið að eiga viðræður við samninganefnd Eflingar og bregðast þar við tilboði hennar. Fullt gagnsæi verður um allt sem fram fer á þeim fundi. Á þriðjudag mun birtast í dagblöðum opið bréf samninganefndar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg til Dags B. Eggertssonar, en atkvæðagreiðsla um verkfall 1800 félagsmanna Eflingar hjá borginni hefst á hádegi sama dag. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu munu allir starfsmenn Eflingar hjá borginni fara í verkfall í byrjun febrúar á völdum dagsetningum og í ótímabundið verkfall frá 17. febrúar,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. 10. janúar 2020 15:39 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Hefja undirbúning verkfallsaðgerða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. 10. janúar 2020 15:39