Innlent

Talið að kveikt hafi verið í rusli í húsgrunninum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Unnið á vettvangi að Laugavegi 73 í morgun.
Unnið á vettvangi að Laugavegi 73 í morgun. Vísir/vilhelm

Talið er að eldurinn við Laugaveg 73 í morgun hafi komið upp þegar kveikt var í rusli í húsgrunninum. Heimilislausir hafa haldið til á lóðinni, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Mikill viðbúnaður var vegna eldsins um klukkan níu í morgun en hann reyndist þó minni en óttast var í fyrstu. Vinnu var lokið á vettvangi fljótlega eftir að útkallið barst.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að ekkert rafmagn hafi verið í húsgrunninum. Þá sé um að ræða hús sem verið er að rífa og ekkert tjón hafi orðið á því. Enginn var inni í byggingunni þegar slökkvilið kom á vettvang og aldrei nein hætta á ferð.


Tengdar fréttir

Eldur á Laugavegi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú um níuleytið í morgun vegna elds að Laugavegi 73.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×