Innlent

Talið að kveikt hafi verið í rusli í húsgrunninum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Unnið á vettvangi að Laugavegi 73 í morgun.
Unnið á vettvangi að Laugavegi 73 í morgun. Vísir/vilhelm

Talið er að eldurinn við Laugaveg 73 í morgun hafi komið upp þegar kveikt var í rusli í húsgrunninum. Heimilislausir hafa haldið til á lóðinni, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Mikill viðbúnaður var vegna eldsins um klukkan níu í morgun en hann reyndist þó minni en óttast var í fyrstu. Vinnu var lokið á vettvangi fljótlega eftir að útkallið barst.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að ekkert rafmagn hafi verið í húsgrunninum. Þá sé um að ræða hús sem verið er að rífa og ekkert tjón hafi orðið á því. Enginn var inni í byggingunni þegar slökkvilið kom á vettvang og aldrei nein hætta á ferð.


Tengdar fréttir

Eldur á Laugavegi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú um níuleytið í morgun vegna elds að Laugavegi 73.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.