Enski boltinn

For­ysta Liver­pool helmingi meiri en hjá PSG í Frakk­landi og Bítla­borgar­liðið á leik til góða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Dijk og félagar fagna fyrra markinu gegn United um helgina.
Van Dijk og félagar fagna fyrra markinu gegn United um helgina. vísir/getty

Liverpool er í ansi góðri stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er þeir hafa leikið 22 leik.  

Evrópumeistararnir unnu 2-0 sigur á erkifjendunum í Manchester United um helgina og þeir hafa ekki tapað leik í enska boltanum.

Liðið er með 64 stig eftir 22 leiki. Englandmeistarar Manchester City eru í öðru sætinu með 48 stig en hafa leikið 23 leiki.

Forystan því sextán stig og Liverpool á meira að segja leik til góða.

Margir hafa talað um undanfarin ár að franska deildin sé leiðinleg og þar séu yfirburðir PSG svo miklir.

Blaðamaðurinn John Bennett hjá BBC bendir hins vegar á áhugaverða staðreynd.







Liverpool er nefnilega með helmingi meiri forystu á Englandi heldur en frönsku meistararnir í PSG eru með í Frakklandi.

PSG er með átta stiga forskot á Marseille eftir 20 leiki og „einungis“ þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×