„Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 21:38 Vestri frá Ísafirði er bikarmeistari eftir sigur gegn Val í úrslitaleiknum. Guy Smit liggur hér í alsælu. vísir / ernir „Þetta er óraunveruleg upplifun. Ég neitaði að trúa þessu fyrr en dómarinn flautaði leikinn af“ sagði bikarmeistarinn Guy Smit, sem var að vinna sinn fyrsta titil hér á landi líkt og flestallir leikmenn Vestra. Hann segir það frekar sturlað að lið frá Ísafirði sé bikarmeistari. „Þekkjandi Val, ég hef verið þar, þá hélt að þeir myndu komast aftur inn í þetta. Þeir eiga alltaf sínar sóknir en varnarleikurinn sem strákarnir sýndu í dag var heimsklassa. Þeir börðust eins og stríðsmenn og köstuðu sér fyrir hvert einasta skot. Ég þurfti bara að verja tvisvar og þeir sáu um rest.“ Vinnuframlagið verðskuldaði sigur Valur var fyrirfram sigurstranglegri aðilinn en Vestri vann eftir algjöra fyrirmyndar frammistöðu. „Auðvitað vorum við lítilmagninn en síðustu daga sannfærðum við okkur um að við værum betra liðið. Við lögðum miklu meira á okkur í þessum leik og gæðin skinu í gegn inn á milli, í markinu sérstaklega. Við vorum kannski undirhundarnir en við vorum líka algjörir hundar. Voru þeir betri en við? Kannski. Kannski ekki. En við sýndum að þetta væri verðskuldaður sigur.“ Stuðningsmennirnir áttu stóran þátt „Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru sturlaðar. Þeir þrýstu okkur niður og herjuðu á okkur, ég þurfti að hafa mig allan við að verja þennan skalla og sem betur fer fór hann í stöngina út, ekki inn. Guy Smit varði boltann í stöngina. vísir / ernir Þá hugsaði ég með mér, leitum til stuðningsmannanna. Horfum upp í stúku og sýnum þeim að við séum berjast. Þeir svöruðu á móti og gáfu okkur orkuna sem við þurftum til að þrauka fyrri hálfleikinn. Síðan stilltum við okkur af fyrri seinni hálfleikinn og já, meira að segja þegar ég segi það núna, þetta er enn svo óraunverulegt“ sagði Guy og átti enn erfitt með að átta sig á því að hann væri bikarmeistari. Frekar sturlaður fyrsti titill Þetta er fyrsti titill sem Guy vinnur hér á landi en hann hefur verið hér síðan 2019 og spilað með Leikni, ÍBV og Val. „Þetta hefur verið góður tími, erfiður því ég hef fengið mikla gagnrýni í gegnum árin, en jákvæður því ég hef alltaf haldið áfram. Að vinna þetta síðan gegn [fyrrum félaginu] Val, það er sérstök stund. Ekki sérstök á þann hátt að í mér búi eitthvað hatur því ég hef spilað með mörgum leikmönnum sem eru ennþá þarna. Ég ber engar slæmar tilfinningar til þeirra en að vinna Val með liði úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk. Það er frekar sturlað“ sagði Guy áður en hann stökk upp á svið og tók við titlinum með leikmönnum Vestra. Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
„Þekkjandi Val, ég hef verið þar, þá hélt að þeir myndu komast aftur inn í þetta. Þeir eiga alltaf sínar sóknir en varnarleikurinn sem strákarnir sýndu í dag var heimsklassa. Þeir börðust eins og stríðsmenn og köstuðu sér fyrir hvert einasta skot. Ég þurfti bara að verja tvisvar og þeir sáu um rest.“ Vinnuframlagið verðskuldaði sigur Valur var fyrirfram sigurstranglegri aðilinn en Vestri vann eftir algjöra fyrirmyndar frammistöðu. „Auðvitað vorum við lítilmagninn en síðustu daga sannfærðum við okkur um að við værum betra liðið. Við lögðum miklu meira á okkur í þessum leik og gæðin skinu í gegn inn á milli, í markinu sérstaklega. Við vorum kannski undirhundarnir en við vorum líka algjörir hundar. Voru þeir betri en við? Kannski. Kannski ekki. En við sýndum að þetta væri verðskuldaður sigur.“ Stuðningsmennirnir áttu stóran þátt „Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru sturlaðar. Þeir þrýstu okkur niður og herjuðu á okkur, ég þurfti að hafa mig allan við að verja þennan skalla og sem betur fer fór hann í stöngina út, ekki inn. Guy Smit varði boltann í stöngina. vísir / ernir Þá hugsaði ég með mér, leitum til stuðningsmannanna. Horfum upp í stúku og sýnum þeim að við séum berjast. Þeir svöruðu á móti og gáfu okkur orkuna sem við þurftum til að þrauka fyrri hálfleikinn. Síðan stilltum við okkur af fyrri seinni hálfleikinn og já, meira að segja þegar ég segi það núna, þetta er enn svo óraunverulegt“ sagði Guy og átti enn erfitt með að átta sig á því að hann væri bikarmeistari. Frekar sturlaður fyrsti titill Þetta er fyrsti titill sem Guy vinnur hér á landi en hann hefur verið hér síðan 2019 og spilað með Leikni, ÍBV og Val. „Þetta hefur verið góður tími, erfiður því ég hef fengið mikla gagnrýni í gegnum árin, en jákvæður því ég hef alltaf haldið áfram. Að vinna þetta síðan gegn [fyrrum félaginu] Val, það er sérstök stund. Ekki sérstök á þann hátt að í mér búi eitthvað hatur því ég hef spilað með mörgum leikmönnum sem eru ennþá þarna. Ég ber engar slæmar tilfinningar til þeirra en að vinna Val með liði úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk. Það er frekar sturlað“ sagði Guy áður en hann stökk upp á svið og tók við titlinum með leikmönnum Vestra.
Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira