Enski boltinn

Roy Kea­ne ó­sáttur með að De Gea hafi fengið aukaspyrnu: Fót­boltinn er orðinn brjálaður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atvikið í leiknum í gær.
Atvikið í leiknum í gær. vísir/getty

Manchester United-maðurinn, Roy Keane, botnaði ekkert í því að mark Roberto Firmino í gær hafi verið dæmt af í stórleik Liverpool og Man. United í gær.

Brasilíumaðurinn kom boltanum í netið en í aðdragandanum fóru Virgil van Dijk og David de Gea upp í skallaeinvígi. Þar dæmdi VARsjáin svo brot eftir að hafa kíkt á þetta.

Roy Keane sem var í sjónvarpssettinu hjá Sky Sports leist ekkert á þennan dóm, þrátt fyrir að vera United maður.

„Hvernig hann dæmir þetta mark af er eitthvað sem ég skil ekki. Ég get ekki skilið þetta. Hann er að horfa á boltann og De Gea hefur gert þetta áður. Hann er bara of aumur. Fótboltinn er orðinn brjálaður,“ sagði Keane.







Patrice Evra, sem einnig var spekingur Sky Sports eftir leikinn, sagði að dómurinn hafi verið réttur.

„Þetta er brotur. Hann snertir De Gea með höfðinu,“ en Greame Souness var sammála Keane:

„Hann er aldrei að horfa á markvörðinn. Hann er með augun á boltanum og þetta er ekki brot undir neinum kringumstæðum. Þetta er hlægilegt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×