Wirtz strax kominn á hættusvæði Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2025 09:07 Á að halda Florian Wirtz eða selja? Strákarnir í Fantasýn hafa mikla reynslu af fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar og sögðu sína skoðun. Getty/Sýn Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa um margt að hugsa eftir fyrstu umferðina, til að mynda varðandi nýju Liverpool-stjörnuna Florian Wirtz, og þá er gott að geta leitað til sérfræðinga í þessum skemmtilega leik. Strákarnir í Fantasýn-hlaðvarpinu, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, rýndu í það sem á gekk í fyrstu umferð í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Þeir hvöttu fólk eindregið til að halda að sér höndum og bregðast ekki of harkalega við eftir fyrstu leikvikuna. Þó eru strax uppi efasemdir um að Wirtz standi undir sínum verðmiða í leiknum sem 8,5 milljóna punda miðjumaður. Hann sló að minnsta kosti ekki í gegn í fyrsta leik, í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth: „Hann var mjög vinsæll og ég er með hann í mínu liði. En þetta var fyrsta tilfinningin á þessu tímabili þar sem maður hugsaði: „Æ, hvað var ég að hugsa?“,“ sagði Albert í þættinum. „Hann er á 8,5, ekki með vítin og var ekki að ógna mikið í þessum leik. Mér fannst hann ekki hrikalegur í þessum leik en ég veit um marga aðra, sem horfðu ekki á þetta með mínum Liverpool-gleraugum, sem fannst hann alveg hrikalegur,“ sagði Albert sem ætlar ekki að selja Wirtz, að minnsta kosti ekki strax. „Ég sá einhver gæði þarna sem ég hef trú á. Auðvitað vonar maður að maður sjái eitthvað í honum þegar Liverpool er að borga svona gríðarháa upphæð fyrir leikmann. En hann er leikmaður sem er kominn á hættusvæði hjá mér. Ég gef honum klárlega næsta leik en ef hann sýnir ekki fleiri jákvæð merki þá fer ég að endurskoða stöðuna,“ sagði Albert en hér að neðan má sjá liðið sem hann tefldi fram í fyrstu umferð. View this post on Instagram A post shared by Fantasýn (@fantasynpod) Hægt er að skrá sig í leikinn með því að smella hér og fara þátttakendur sjálfkrafa í Sýn Sport deildina þar sem vinningar verða veittir í hverjum mánuði. Hér má svo finna heimavöll Fantasýn en strákarnir eru líka á Instagram og X og veita þar einnig ráðleggingar. Enski boltinn Tengdar fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira
Strákarnir í Fantasýn-hlaðvarpinu, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, rýndu í það sem á gekk í fyrstu umferð í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Þeir hvöttu fólk eindregið til að halda að sér höndum og bregðast ekki of harkalega við eftir fyrstu leikvikuna. Þó eru strax uppi efasemdir um að Wirtz standi undir sínum verðmiða í leiknum sem 8,5 milljóna punda miðjumaður. Hann sló að minnsta kosti ekki í gegn í fyrsta leik, í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth: „Hann var mjög vinsæll og ég er með hann í mínu liði. En þetta var fyrsta tilfinningin á þessu tímabili þar sem maður hugsaði: „Æ, hvað var ég að hugsa?“,“ sagði Albert í þættinum. „Hann er á 8,5, ekki með vítin og var ekki að ógna mikið í þessum leik. Mér fannst hann ekki hrikalegur í þessum leik en ég veit um marga aðra, sem horfðu ekki á þetta með mínum Liverpool-gleraugum, sem fannst hann alveg hrikalegur,“ sagði Albert sem ætlar ekki að selja Wirtz, að minnsta kosti ekki strax. „Ég sá einhver gæði þarna sem ég hef trú á. Auðvitað vonar maður að maður sjái eitthvað í honum þegar Liverpool er að borga svona gríðarháa upphæð fyrir leikmann. En hann er leikmaður sem er kominn á hættusvæði hjá mér. Ég gef honum klárlega næsta leik en ef hann sýnir ekki fleiri jákvæð merki þá fer ég að endurskoða stöðuna,“ sagði Albert en hér að neðan má sjá liðið sem hann tefldi fram í fyrstu umferð. View this post on Instagram A post shared by Fantasýn (@fantasynpod) Hægt er að skrá sig í leikinn með því að smella hér og fara þátttakendur sjálfkrafa í Sýn Sport deildina þar sem vinningar verða veittir í hverjum mánuði. Hér má svo finna heimavöll Fantasýn en strákarnir eru líka á Instagram og X og veita þar einnig ráðleggingar.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira
„Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03