Enski boltinn

Klopp: Stuðnings­mennirnir geta sungið það sem þeir vilja en ekkert hefur breyst

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp röltir til stuðningsmanna Liverpool eftir sigurinn í gær.
Klopp röltir til stuðningsmanna Liverpool eftir sigurinn í gær. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kippir sér ekki mikið upp við söngva stuðningsmanna Liverpool sem heyrðust í sigrinum gegn Man. United í gær.

Stuðningsmennirnir sungu stanslaust undir lok leiksins að liðið væri að fara vinna deildina en þetta er í fyrsta sinn sem stuðningsmennirnir byrja syngja þennan söng á leiktíðinni.







Liverpool færðist með sigrinum í gær nær Englandsmeistaratitlinum em liðið hefur ekki unnið í 30 ár. Liðið er með sextán stiga forskot og á leik til góða.

„Þeir geta sungið hvað sem er, fyrir utan mitt nafn, þangað til leikurinn er búinn. Ég er ekki kominn hingað til að stýra því hvað þeir syngja. Ef þeir væru ekki í góðu skapi núna væri það mjög skrýtið,“ sagði Klopp í leikslok.

„Það sem ég get sagt er að við munum halda áfram að leggja á okkur og auðvitað er jákvætt andrúmsloft en ég þarf að halda sjálfum mér einbeittum.“





„Við spilum aftur á fimmtudaginn gegn Wolves og til þess að vera hreinskilinn er ég bara einbeittur á þann leik en ekkert annað. Auðvitað leyfum við þeim að dreyma og syngja það sem þeir vilja svo lengi sem þeir styðja okkur.“

„Þeir sungu þetta nokkrum sinnum á síðustu leiktíð og þetta er ekkert vandamál. Við erum í sömu stöðu og fyrir þennan leik nema með þremur stigum meira. Ekkert annað hefur breyst.“

„Ég veit ekki hvort að einhver muni ná okkur. Fyrst og fremst er þetta enska úrvalsdeildin svo á fimmtudaginn spilum við gegn Wolves. Afhverju ætti ég að hugsa um eitthvað annað en það?“.


Tengdar fréttir

Solskjær eftir tapið gegn Liverpool

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, fór yfir víðan völl við Sky Sports eftir 2-0 tap Man Utd gegn Liverpool fyrr í dag.

Van Dijk maður leiksins i sigri Liver­pool gegn Manchester United

Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn.

Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar

Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×