Enski boltinn

Klopp og læri­sveinar nálgast met Liver­pool-liðsins frá 1972

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah fær knús frá Klopp.
Salah fær knús frá Klopp. vísir/getty

Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United í gær er liðin mættust í stórleik helgarinnar á Anfield.

Virgil van Dijk kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik og í uppbótatímanum tvöfaldaði svo Mo Salah forystuna. Magnaður sigur Liverpool.

Liverpool er á hraðri leið að verða enskur meistari en liðið er aftur búið að gera Anfield að rosalegu vígi.

Liðið hefur unnið nítján heimaleiki í röð á Anfield og er því tveimur sigurleikjum frá því að jafna met, sem einmitt Liverpool á.
Liverpool vann nefnilega 21 heimaleik í röð á árinu 1972 en liðið tapaði ekki heimaleik frá janúarmánuði fram til desember.

Manchester City er í öðru sætinu yfir besta heimavallarárangurinn en liðið vann 20 leiki; frá mars 2011 til mars 2012. Liðið varð einmitt enskur meistari árið 2012.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.