Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 17:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gera allt til að samningar náist, án þess að grafa undan umboði samninganefndar borgarinnar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur svarað bréfi stéttarfélagsins Eflingar þess efnis að samninganefnd félagsins hygðist ekki eiga frekari fundi eða viðræður við samninganefnd borgarinnar vegna endurnýjunar kjarasamninga, umfram það sem lög krefjast. Í svarinu segir borgarstjóri samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. Efling sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið teldi samninganefnd borgarinnar hafa dreift villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög.Sjá einnig: Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess einnig krafist að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. Samninganefndin hafi hvorki brotið trúnað né lög Borgarstjóri byrjar skriflegt svar sitt á því að taka undir þau sjónarmið að brýnt sé að ljúka samningum sem fyrst, en undirstrikar einnig þá skoðun sína að mikilvægt sé að vinna við málið haldi áfram í samræmi við lög og þær reglur sem í gildi eru. „Umboð samninganefndar Reykjavíkurborgar er skýrt sem og vilji hennar til samningaviðræðna. Þá hefur samninganefndin eindregið hafnað því að trúnaður hafi verið brotinn af hennar hálfu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Í bréfinu segir að forsendur nýrra kjarasamninga séu þær sömu og lagðar hafi verið til grundvallar við gerð Lífskjarasamnings, líkt og í öðrum kjarasamningum sem lokið hafi verið að undanförnu. Rík samstaða sé innan samfélagsins um að þær forsendur haldi. „Reykjavíkurborg er þegar tilbúin til samninga á forsendum Lífskjarasamningsins. Jafnframt vil ég að fram komi að Reykjavíkurborg hefur frá upphafi þessara samninga lagt áherslu á að þeir nái til útfærslu á styttingu vinnuvikunnar enda hefur borgin verið í fararbroddi í þeirri vinnu á landsvísu með umfangsmiklu tilraunaverkefni,“ segir í bréfi borgarstjóra. Vill flýta samningum án þess að grafa undan umboði nefndarinnar Í niðurlagi bréfsins segist borgarstjóri tilbúinn að gera allt sem í hans valdi standi til þess að flýta því að samningar náist, án þess þó að gera nokkuð sem gæti verið til þess fallið að grafa undan umboði samninganefndar til þess að klára kjarasamninga. „Það þjónar ekki tilgangi að færa samningaviðræðurnar úr hefðbundnu og lögformlegu ferli eins og lagt er til í bréfi þínu. Í því ljósi mun samninganefnd Reykjavíkurborgar óska eftir því við ríkissáttasemjara að viðræður verði hafnar á ný á grundvelli 35. gr. laga nr. 80/1938,“ segir borgarstjóri að lokum.Hér má lesa svar borgarstjóra við bréfi Eflingar í heild sinni. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur svarað bréfi stéttarfélagsins Eflingar þess efnis að samninganefnd félagsins hygðist ekki eiga frekari fundi eða viðræður við samninganefnd borgarinnar vegna endurnýjunar kjarasamninga, umfram það sem lög krefjast. Í svarinu segir borgarstjóri samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. Efling sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið teldi samninganefnd borgarinnar hafa dreift villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög.Sjá einnig: Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess einnig krafist að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. Samninganefndin hafi hvorki brotið trúnað né lög Borgarstjóri byrjar skriflegt svar sitt á því að taka undir þau sjónarmið að brýnt sé að ljúka samningum sem fyrst, en undirstrikar einnig þá skoðun sína að mikilvægt sé að vinna við málið haldi áfram í samræmi við lög og þær reglur sem í gildi eru. „Umboð samninganefndar Reykjavíkurborgar er skýrt sem og vilji hennar til samningaviðræðna. Þá hefur samninganefndin eindregið hafnað því að trúnaður hafi verið brotinn af hennar hálfu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Í bréfinu segir að forsendur nýrra kjarasamninga séu þær sömu og lagðar hafi verið til grundvallar við gerð Lífskjarasamnings, líkt og í öðrum kjarasamningum sem lokið hafi verið að undanförnu. Rík samstaða sé innan samfélagsins um að þær forsendur haldi. „Reykjavíkurborg er þegar tilbúin til samninga á forsendum Lífskjarasamningsins. Jafnframt vil ég að fram komi að Reykjavíkurborg hefur frá upphafi þessara samninga lagt áherslu á að þeir nái til útfærslu á styttingu vinnuvikunnar enda hefur borgin verið í fararbroddi í þeirri vinnu á landsvísu með umfangsmiklu tilraunaverkefni,“ segir í bréfi borgarstjóra. Vill flýta samningum án þess að grafa undan umboði nefndarinnar Í niðurlagi bréfsins segist borgarstjóri tilbúinn að gera allt sem í hans valdi standi til þess að flýta því að samningar náist, án þess þó að gera nokkuð sem gæti verið til þess fallið að grafa undan umboði samninganefndar til þess að klára kjarasamninga. „Það þjónar ekki tilgangi að færa samningaviðræðurnar úr hefðbundnu og lögformlegu ferli eins og lagt er til í bréfi þínu. Í því ljósi mun samninganefnd Reykjavíkurborgar óska eftir því við ríkissáttasemjara að viðræður verði hafnar á ný á grundvelli 35. gr. laga nr. 80/1938,“ segir borgarstjóri að lokum.Hér má lesa svar borgarstjóra við bréfi Eflingar í heild sinni.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30