Innlent

Aldrei fleiri fengið vernd en í fyrra

Samúel Karl Ólason skrifar
Umsóknir voru hlutfallslega flestar á Íslandi af Norðurlöndunum.
Umsóknir voru hlutfallslega flestar á Íslandi af Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm

Fjöldi þeirra sem fengu vernd hér á landi hefur aldrei verið meiri en í fyrra. Umsóknir um alþjóðlega vernd hér á Íslandi fjölgaði lítillega á milli ára og voru 867 í fyrra. Þær voru 800 árið 2018. Flestir umsækjendur komu frá Venesúela og Írak. Þá voru umsóknir hlutfallslega flestar á Íslandi af Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í samantekt Útlendingastofnunar.

Þar segir að góður árangur hafi náðst við afgreiðslu umsókna og að afgreiddum umsóknum hafi fjölgað um 42 prósent miðað við árið á undan. Þá fækkaði óafgreiddum umsóknum um 37 prósent og málsmeðferðartími styttist verulega þegar leið á árið.

Stytti málsmeðferðartími og það hve stór hluti umsækjenda höfðu þörf fyrir vernd útskýrir fjölgun þeirra sem fengu vernd á árinu.

„Til viðbótar við þá 376 einstaklinga, sem fengu jákvæða niðurstöðu hjá Útlendingastofnun, fengu samtals 155 einstaklingar veitta alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hjá kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur flóttamanna hér á landi eftir umsókn til Útlendingastofnunar eða sem kvótaflóttamenn í boði íslenskra stjórnvalda. Í heild fékk því 531 einstaklingur alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi árið 2019,“ segir á vef Útlendingastofnunar.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd voru alls af 71 þjóðerni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.