Innlent

Gular við­varanir vegna komu enn einnar lægðarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, við Faxaflóa og Suðausturlandi í kvöld og gilda til morguns.
Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, við Faxaflóa og Suðausturlandi í kvöld og gilda til morguns. vísir/vilhelm

Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt víðast hvar á landinu í dag og úrkomulitlu veðri. Í kvöld sé þó von á næstu lægð sem mun færa okkur hvassa austanátt og snjókomu, fyrst við suðurströndina en síðar í öllum landshlutum.

Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, við Faxaflóa og Suðausturlandi í kvöld og gilda til morguns. Er spáð austan og norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndum þar sem hvassast verður undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi og í Öræfum. Má búast við erfiðum akstursskilyrðum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að austanáttin færi okkur mildara loft þar sem hitastigið mun vera allt að sjö stigum hlémegin fjalla sunnantil á landinu.

„Á morgun verður síðan allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum norðan- og austantil. Síðdegis snýst síðan í sunnanátt með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands.

Á sunnudaginn lýtur út fyrir hægviðri með stöku éljum í flestum landshlutum en björtu inná milli,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, við Faxaflóa og Suðausturlandi í kvöld og gilda til morguns. veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag og mánudag: Suðaustan 5-10 m/s og snjó- eða slydduél, en úrkomulítið norðanlands. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við suður- og austurströndina.

Á þriðjudag: Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Dálítil él um landið austanvert, en annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum.

Á miðvikudag: Norðlæg átt með snjókomu eða éljum fyrir norðan, en þurrt og bjart að mestu syðra. Frost 0 til 8 stig.

Á fimmtudag: Útlit fyrir norðaustlæg átt með dálitlum éljum. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.