Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2020 11:05 Ríkisstjórn Ernu Solberg fyrir utan konungshöllina í Osló í morgun. Getty Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti í morgun nýja ríkisstjórn sína. Verulega er stokkað upp en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. Í nýju ríkisstjórninni eru tólf ráðherrar úr Hægriflokki Solberg og fjórir bæði úr Venstre og Kristilega þjóðarflokknum. Jan Tore Sanner, varaformaður Hægriflokksins, tekur við embætti fjármálaráðherra af Siv Jensen, formanni Framfaraflokksins. Trine Skei Grande, formaður Venstre, hættir sem menningarmálaráðherra og verður nýr ráðherra menntamála og innflytjendamála. Knut Arild Hareide, fyrrverandi formaður Kristilegra demókrata, verður nýr samgönguráðherra, en núverandi formaður, Kjell Ingolf Ropstad, verður barna- og fjölskyldumálaráðherra. Þá verður Geir Inge Sivertsen frá Hægriflokknum sjávarútvegsráðherra í nýrri stjórn. Hin 33 ára Tina Bru verður nýr olíu- og orkumálaráðherra en hún þykir ein af helstu vonarstjörnum norska Hægriflokksins. Bru tók sæti á norska þinginu fyrir Rogaland árið 2013, en í embætti ráðherra mun hún fara fyrir olíuvinnslu Norðmanna sem mun aukast mikið á næstu árum. Abid Raja, þingmaður Venstre, er nýr menningarmálaráðherra Noregs og tekur við því embætti af Skei Grande, en hann táraðist er hann tók við lyklunum að ráðuneytinu fyrr í dag. Raja er af pakistönskum uppruma og flutti til Noregs á áttunda áratugnum. Hann tók sæti á þinginu árið 2013. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá því 20. janúar að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja hafði verið innan flokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Sjá má nýju ríkisstjórnina og skiptingu ráðherraembætta í frétt á vef NRK. Noregur Tengdar fréttir Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40 Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti í morgun nýja ríkisstjórn sína. Verulega er stokkað upp en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. Í nýju ríkisstjórninni eru tólf ráðherrar úr Hægriflokki Solberg og fjórir bæði úr Venstre og Kristilega þjóðarflokknum. Jan Tore Sanner, varaformaður Hægriflokksins, tekur við embætti fjármálaráðherra af Siv Jensen, formanni Framfaraflokksins. Trine Skei Grande, formaður Venstre, hættir sem menningarmálaráðherra og verður nýr ráðherra menntamála og innflytjendamála. Knut Arild Hareide, fyrrverandi formaður Kristilegra demókrata, verður nýr samgönguráðherra, en núverandi formaður, Kjell Ingolf Ropstad, verður barna- og fjölskyldumálaráðherra. Þá verður Geir Inge Sivertsen frá Hægriflokknum sjávarútvegsráðherra í nýrri stjórn. Hin 33 ára Tina Bru verður nýr olíu- og orkumálaráðherra en hún þykir ein af helstu vonarstjörnum norska Hægriflokksins. Bru tók sæti á norska þinginu fyrir Rogaland árið 2013, en í embætti ráðherra mun hún fara fyrir olíuvinnslu Norðmanna sem mun aukast mikið á næstu árum. Abid Raja, þingmaður Venstre, er nýr menningarmálaráðherra Noregs og tekur við því embætti af Skei Grande, en hann táraðist er hann tók við lyklunum að ráðuneytinu fyrr í dag. Raja er af pakistönskum uppruma og flutti til Noregs á áttunda áratugnum. Hann tók sæti á þinginu árið 2013. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá því 20. janúar að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja hafði verið innan flokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Sjá má nýju ríkisstjórnina og skiptingu ráðherraembætta í frétt á vef NRK.
Noregur Tengdar fréttir Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40 Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40
Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01