Dómur yfir yfirmanni sem áreitti 17 ára stúlku mildaður Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 21:34 Landsréttur vísaði til dráttar sem varð á málinu um ákvörðun sína um að milda dóminn. Vísir/Egill Landsréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem áreitti 17 ára stúlku sem var undirmaður hans á skemmtistað árið 2016. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200.000 krónur í bætur. Áreitnin átti sér stað á árshátíð vinnustaðar fólksins þegar stúlkan var sautján ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að káfa ítrekað á og klípa í rass stúlkunnar á skemmtistað, káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Maðurinn var sýknaður af lið ákærunnar um að hafa viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar. Landsréttur taldi ástæðu til að milda þann dóm og vísaði til dráttar á meðferð málsins sem manninum yrði ekki kennt um. Ákæra var ekki gefin út fyrr en 23 mánuðum eftir atvikið og dómur nokkrum mánuðum síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var í yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar og mikils aldursmunar á þeim. Framburður stúlkunnar var talinn stöðugur og hann studdur smáskilaboðum sem hún sendi móður sinni með lýsingum á því sem hafði gerst daginn eftir atvikið. Lýsti stúlkan vanlíðan vegna þess og að hún þyrði ekki að mæta í vinnuna. Þá voru lögð fram samskipti stúlkunnar við frænku hennar þar sem hún lýsti framkomu mannsins. Kærasti stúlkunnar bar einnig vitni um að hann hefði séð manninn grípa með báðum höndum um rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Skilaboð sem hann sendi stúlkunni þar sem hann baðst afsökunar á „viðbjóði“ af hans hálfu skýrði hann sem svo að hann hefði kitlað stúlkuna á skemmtuninni. Þá skýringu taldi Landsréttur ekki trúverðuga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Landsréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem áreitti 17 ára stúlku sem var undirmaður hans á skemmtistað árið 2016. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200.000 krónur í bætur. Áreitnin átti sér stað á árshátíð vinnustaðar fólksins þegar stúlkan var sautján ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að káfa ítrekað á og klípa í rass stúlkunnar á skemmtistað, káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Maðurinn var sýknaður af lið ákærunnar um að hafa viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar. Landsréttur taldi ástæðu til að milda þann dóm og vísaði til dráttar á meðferð málsins sem manninum yrði ekki kennt um. Ákæra var ekki gefin út fyrr en 23 mánuðum eftir atvikið og dómur nokkrum mánuðum síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var í yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar og mikils aldursmunar á þeim. Framburður stúlkunnar var talinn stöðugur og hann studdur smáskilaboðum sem hún sendi móður sinni með lýsingum á því sem hafði gerst daginn eftir atvikið. Lýsti stúlkan vanlíðan vegna þess og að hún þyrði ekki að mæta í vinnuna. Þá voru lögð fram samskipti stúlkunnar við frænku hennar þar sem hún lýsti framkomu mannsins. Kærasti stúlkunnar bar einnig vitni um að hann hefði séð manninn grípa með báðum höndum um rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Skilaboð sem hann sendi stúlkunni þar sem hann baðst afsökunar á „viðbjóði“ af hans hálfu skýrði hann sem svo að hann hefði kitlað stúlkuna á skemmtuninni. Þá skýringu taldi Landsréttur ekki trúverðuga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira