Erlent

Minnst fjórtán látnir í hörðum jarðskjálfta í Tyrklandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Íbúar í bænum Elazig virðir fyrir sér hús sem hrundi í jarðskjálftanum í kvöld.
Íbúar í bænum Elazig virðir fyrir sér hús sem hrundi í jarðskjálftanum í kvöld. AP/IHA

Á annan tug manna eru látnir og hundruð eru slasaðir eftir jarðskjálfta upp á 6,8 stig sem reið yfir austanvert Tyrkland í kvöld. Fjöldi manns er enn sagður fastur í rústum húsa sem hrundu í skjálftanum.

Jarðskjálftinn reið yfir klukkan 20:55 að staðartíma, 17:55 að íslenskum tíma. Upptök hans voru á um 6,7 kílómetra dýpi nærri bænum Sivrice í Elazig-héraði í austanverðu Tyrklandi, að sögn almannavarna landsins. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, þeir sterkustu upp á 5,4 og 5,1 stig.

AP-fréttastofan segir að talið sé að minnsta kosti fjórtán hafi farist og rúmlega þrjú hundruð hafi slasast. Herinn hefur verið kallaður út vegna hörmunganna en auk þess hefur björgunarlið frá nágrannahéruðum sem ræst út til hjálpar.

Björgunarfólk leitar nú að fólki í rústum fjögurra til fimm hæða byggingar sem hrundi í bænum Maden í Elazig. Nokkrar byggingar til viðbótar hrundu í bænum Sivrice. Árið 2010 fórst 51 í jarðskjálfta af stærðinni sex.

Bandaríska jarðfræðistofnunin telur að skjálftans hafi einnig orðið vart í Sýrlandi, Georgíu og Armeníu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.