Erlent

Konung­legi klukku­þjófurinn í Marokkó dæmdur til fangelsis­vistar

Atli Ísleifsson skrifar
Múhammeð sjötti Marokkókonungur hefur setið á konungsstól frá árinu 1999.
Múhammeð sjötti Marokkókonungur hefur setið á konungsstól frá árinu 1999. Getty

Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 46 ára konu í fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa stolið klukkum og úrum frá Múhammeð sjötta Marokkókonungi.

Konan, sem handtekin var síðla síðasta árs, starfaði við hreingerningar í konungshöllinni í Rabat þar sem hún lét greipar sópa og stal 36 verðmætum úrum hið minnsta.

Erlendir fjölmiðlar segja að fjórtán menn til viðbótar hafi verið dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu en þeir stunda flestir viðskipti með gull og eiga að hafa átt þátt í að koma þýfinu í verð.

Múhameð sjötti er einn ríkasti maður heims samkvæmt bandaríska tímaritinu Forbes. Hann varð konungur Marokkó árið 1999.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.