Erlent

Konung­legi klukku­þjófurinn í Marokkó dæmdur til fangelsis­vistar

Atli Ísleifsson skrifar
Múhammeð sjötti Marokkókonungur hefur setið á konungsstól frá árinu 1999.
Múhammeð sjötti Marokkókonungur hefur setið á konungsstól frá árinu 1999. Getty

Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 46 ára konu í fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa stolið klukkum og úrum frá Múhammeð sjötta Marokkókonungi.

Konan, sem handtekin var síðla síðasta árs, starfaði við hreingerningar í konungshöllinni í Rabat þar sem hún lét greipar sópa og stal 36 verðmætum úrum hið minnsta.

Erlendir fjölmiðlar segja að fjórtán menn til viðbótar hafi verið dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu en þeir stunda flestir viðskipti með gull og eiga að hafa átt þátt í að koma þýfinu í verð.

Múhameð sjötti er einn ríkasti maður heims samkvæmt bandaríska tímaritinu Forbes. Hann varð konungur Marokkó árið 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×