Innlent

Réðust að manni í Kópavogi og kröfðust peninga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglunni barst í gærkvöldi tilkynning um líkamsárás og tilraun til ráns í Kópavogi.
Lögreglunni barst í gærkvöldi tilkynning um líkamsárás og tilraun til ráns í Kópavogi. vísir/vilhelm

Laust eftir klukkan 22 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás og tilraun til ráns.

Að því er segir í dagbók lögreglu réðust þrír ungir menn að öðrum manni og kröfðu hann um peninga. Sá sem ráðist var á komst frá þeim þremur sem réðust að honum og til félaga síns. Er málið til rannsóknar hjá lögreglu.

Skömmu fyrir hálfsex í gærkvöldi var síðan tilkynnt um bílveltu á Hólmsheiðarvegi. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp ómeiddur.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi og nótt á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.