Fjölgar um sex í rannsóknarteymi héraðssaksóknara í kjölfar Samherjamálsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2020 15:13 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari verður komin með sex nýja rannsakendur í teymi sitt í haust. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur auglýst sex stöður rannsakenda á rannsóknarsviði embættisins lausar til umsóknar. Rannsóknarsvið fer með rannsóknir á sviði fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota. Ráðið verður í þrjár stöður frá og með 1. apríl næstkomandi og þrjár til viðbótar eigi síðar en 1. september í haust. Auglýsingin kemur í kjölfar tillögu Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara um að fjölga starfsmönnum embættisins um sex vegna Samherjamálsins. Í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins, sem Ríkisútvarpið fjallaði um í nóvember, kom fram að um lágmarksfjölgun væri að ráða. Tillagan kom í kjölfar þess að Ríkisstjórnin ákvað á vikulegum fundi sínum þann 19. nóvember í kjölfar Samherjamálsins að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. „Þá verður hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu,“ sagði í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að neðan má sjá kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum eða lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Menntun og/eða reynsla við rannsókn eða saksókn sakamála, eða af störfum með fjármálagögn og greiningu slíkra gagna er æskileg. Reynsla af rannsóknum fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota er kostur. Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Þekking og reynsla af upplýsinga- og málaskrárkerfum lögreglu og ákæruvalds er kostur. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á: Reynsla af störfum sem nýtist í framangreint starf. Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni. Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði. Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda. Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið. Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til 12. febrúar. Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur auglýst sex stöður rannsakenda á rannsóknarsviði embættisins lausar til umsóknar. Rannsóknarsvið fer með rannsóknir á sviði fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota. Ráðið verður í þrjár stöður frá og með 1. apríl næstkomandi og þrjár til viðbótar eigi síðar en 1. september í haust. Auglýsingin kemur í kjölfar tillögu Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara um að fjölga starfsmönnum embættisins um sex vegna Samherjamálsins. Í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins, sem Ríkisútvarpið fjallaði um í nóvember, kom fram að um lágmarksfjölgun væri að ráða. Tillagan kom í kjölfar þess að Ríkisstjórnin ákvað á vikulegum fundi sínum þann 19. nóvember í kjölfar Samherjamálsins að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. „Þá verður hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu,“ sagði í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að neðan má sjá kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum eða lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Menntun og/eða reynsla við rannsókn eða saksókn sakamála, eða af störfum með fjármálagögn og greiningu slíkra gagna er æskileg. Reynsla af rannsóknum fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota er kostur. Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Þekking og reynsla af upplýsinga- og málaskrárkerfum lögreglu og ákæruvalds er kostur. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á: Reynsla af störfum sem nýtist í framangreint starf. Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni. Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði. Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda. Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið. Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til 12. febrúar.
Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira