Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Andri Eysteinsson skrifar 14. ágúst 2020 18:26 Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðherra leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. Í minnisblaði sem sent var frá ráðherra til Ríkisstjórnarinnar í dag segir að efnahagslegur kostnaður af smitum, ótta við smit og sóttvarnaraðgerðum sé verulegur. Hann felist að miklu leyti í tekjutapi vegna minni umsvifa. Í minnisblaðinu er vísað til bandarískrar rannsóknar þar sem fram kemur að samfélagslegur kostnaður af hverju COVID-19 smiti væri jafnvirði 40 milljóna króna. Í því segir að harðari sóttvarnaráðstafanir geti orðið til þess að þjóðarbúið verði af 20 til 24 milljörðum króna vegna minni umsvifa í ferðaþjónustu. Ætla megi að þeir ferðamenn sem hafa komið til landsins undanfarna tæpa tvo mánuði hafi lagt um átta milljarða til efnahagslífsins - en útbreiðsla faraldursins með hörðum sóttvarnaráðstöfunum geti aftur á móti dregið úr neyslu innlendra aðila um 10 milljarða króna á mánuð Þá sé óefnislegur kostnaður einnig verulegur og geta efnahagslegir hagsmunir af því að komast hjá hörðum sóttvarnaraðgerðum hlaupið á hundruðum milljarða króna. Mun meiri kostnaður er af almennum sóttvarnaaðgerðum, svo sem samkomubanni, en sértækum aðgerðum á borð við smitrakningu og sóttkví segir í minnisblaðinu. Þegar faraldurinnhafi staðið sem hæst hafi innanlands kortavelta Íslendinga verið um 10 milljörðum króna minni á mánuði en hún hefði verið án faraldursins. Samsvarar það um 4% af landsframleiðslu hvers mánaðar. Í mörgum Evrópulöndum þar sem beitt var harðari aðgerðum en á Íslandi dróst landsframleiðsla saman um 10-20% á öðrum ársfjórðungi. Þá segir í minnisblaðinu að hvert smit geti haft í för með sé mikinn kostnað en kostnaður samfélagsins vegna sóttkvía sem beita hefur þurft í sumar hlaupi líklega á hundruðum milljóna króna. Forsenda sé fyrir komum ferðamanna til Íslands að landamærin séu tiltölulega opin en einnig að stjórn hafi náðst á faraldrinum hér á landi og í upprunalandi ferðamanns. Því felist bæði ábati og kostnaður í því að létta á ferðatakmörkunum. „Ábatinn birtist með augljósustum hætti í tekjum ferðaþjónustunnar en ekki er við því að búast að ferðamenn sæki landið heim í teljandi mæli séu þeir krafðir um smitgát eða sóttkví í marga daga eftir komu til landsins.“ Þá segir einnig í minnisblaðinu að svo lengi sem einhver hætta sé á því að smitaður einstaklingur komi til landsins og smiti út frá sér felist efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Reynsla erlendis frá bendi þá til þess að ferðatakmarkanir geti dregið verulega úr hættinnu á smitum en ekki komið alveg í veg fyrir hana. Er þá vísað til eyríkjanna Færeyja og Nýja-Sjálands þar sem veirunni hafði nær verið útrýmt en á undanförnum vikum eða dögum hefur veiran haslað sér völl að nýju. Landamæraskimun dragi verulega úr líkunum á því að smitaðir ferðamenn komi inn í landið en þó séu vísbendingar um að einhverjir smitaðir hafi komist hingað til lands. 40 manns hafi greinst smitaðir á landamærunum og er hlutfall smitaðra um 0,05% en síðasta mánuð hefur tiltekinn hópur þurft að undirgangast tvöfalda skimun. Í þeim hópi hafi 14 greinst í fyrri sýnatöku en 2 í þeirri seinni. „Svo lengi sem einhver hætta er á því að fólk sem kemur erlendis frá smiti út frá sér felst efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Þessi kostnaður er óviss og háður aðstæðum,“ segir í minnisblaði ráðuneytisins. „Frá hagfræðilegu sjónarmiði væri eðlilegt að farþegar til landsins greiði gjald til að koma til móts við samfélagslegan kostnað vegna hættu á að smit berist til landsins. Skimun við landamæri minnkar smithættuna og þar með kostnað af hennar völdum. Eðlilegt er að ferðalangar greiði sjálfir að fullu fyrir beinan kostnað af landamæraskimun. Að auki hníga hagræn rök til þess að gjald sé lagt á komur farþega til að koma til móts við þann samfélagslega kostnað sem fylgir hættu á að smit berist til landsins við núverandi aðstæður og endurspeglast ekki í verðlagningu ferðalaga á markaði, en of lágt verð leiðir til óhagkvæmrar áhættutöku sem slíku gjaldi er falið að leiðrétta,“ segir í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra til Ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðherra leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. Í minnisblaði sem sent var frá ráðherra til Ríkisstjórnarinnar í dag segir að efnahagslegur kostnaður af smitum, ótta við smit og sóttvarnaraðgerðum sé verulegur. Hann felist að miklu leyti í tekjutapi vegna minni umsvifa. Í minnisblaðinu er vísað til bandarískrar rannsóknar þar sem fram kemur að samfélagslegur kostnaður af hverju COVID-19 smiti væri jafnvirði 40 milljóna króna. Í því segir að harðari sóttvarnaráðstafanir geti orðið til þess að þjóðarbúið verði af 20 til 24 milljörðum króna vegna minni umsvifa í ferðaþjónustu. Ætla megi að þeir ferðamenn sem hafa komið til landsins undanfarna tæpa tvo mánuði hafi lagt um átta milljarða til efnahagslífsins - en útbreiðsla faraldursins með hörðum sóttvarnaráðstöfunum geti aftur á móti dregið úr neyslu innlendra aðila um 10 milljarða króna á mánuð Þá sé óefnislegur kostnaður einnig verulegur og geta efnahagslegir hagsmunir af því að komast hjá hörðum sóttvarnaraðgerðum hlaupið á hundruðum milljarða króna. Mun meiri kostnaður er af almennum sóttvarnaaðgerðum, svo sem samkomubanni, en sértækum aðgerðum á borð við smitrakningu og sóttkví segir í minnisblaðinu. Þegar faraldurinnhafi staðið sem hæst hafi innanlands kortavelta Íslendinga verið um 10 milljörðum króna minni á mánuði en hún hefði verið án faraldursins. Samsvarar það um 4% af landsframleiðslu hvers mánaðar. Í mörgum Evrópulöndum þar sem beitt var harðari aðgerðum en á Íslandi dróst landsframleiðsla saman um 10-20% á öðrum ársfjórðungi. Þá segir í minnisblaðinu að hvert smit geti haft í för með sé mikinn kostnað en kostnaður samfélagsins vegna sóttkvía sem beita hefur þurft í sumar hlaupi líklega á hundruðum milljóna króna. Forsenda sé fyrir komum ferðamanna til Íslands að landamærin séu tiltölulega opin en einnig að stjórn hafi náðst á faraldrinum hér á landi og í upprunalandi ferðamanns. Því felist bæði ábati og kostnaður í því að létta á ferðatakmörkunum. „Ábatinn birtist með augljósustum hætti í tekjum ferðaþjónustunnar en ekki er við því að búast að ferðamenn sæki landið heim í teljandi mæli séu þeir krafðir um smitgát eða sóttkví í marga daga eftir komu til landsins.“ Þá segir einnig í minnisblaðinu að svo lengi sem einhver hætta sé á því að smitaður einstaklingur komi til landsins og smiti út frá sér felist efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Reynsla erlendis frá bendi þá til þess að ferðatakmarkanir geti dregið verulega úr hættinnu á smitum en ekki komið alveg í veg fyrir hana. Er þá vísað til eyríkjanna Færeyja og Nýja-Sjálands þar sem veirunni hafði nær verið útrýmt en á undanförnum vikum eða dögum hefur veiran haslað sér völl að nýju. Landamæraskimun dragi verulega úr líkunum á því að smitaðir ferðamenn komi inn í landið en þó séu vísbendingar um að einhverjir smitaðir hafi komist hingað til lands. 40 manns hafi greinst smitaðir á landamærunum og er hlutfall smitaðra um 0,05% en síðasta mánuð hefur tiltekinn hópur þurft að undirgangast tvöfalda skimun. Í þeim hópi hafi 14 greinst í fyrri sýnatöku en 2 í þeirri seinni. „Svo lengi sem einhver hætta er á því að fólk sem kemur erlendis frá smiti út frá sér felst efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Þessi kostnaður er óviss og háður aðstæðum,“ segir í minnisblaði ráðuneytisins. „Frá hagfræðilegu sjónarmiði væri eðlilegt að farþegar til landsins greiði gjald til að koma til móts við samfélagslegan kostnað vegna hættu á að smit berist til landsins. Skimun við landamæri minnkar smithættuna og þar með kostnað af hennar völdum. Eðlilegt er að ferðalangar greiði sjálfir að fullu fyrir beinan kostnað af landamæraskimun. Að auki hníga hagræn rök til þess að gjald sé lagt á komur farþega til að koma til móts við þann samfélagslega kostnað sem fylgir hættu á að smit berist til landsins við núverandi aðstæður og endurspeglast ekki í verðlagningu ferðalaga á markaði, en of lágt verð leiðir til óhagkvæmrar áhættutöku sem slíku gjaldi er falið að leiðrétta,“ segir í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra til Ríkisstjórnarinnar.
„Ábatinn birtist með augljósustum hætti í tekjum ferðaþjónustunnar en ekki er við því að búast að ferðamenn sæki landið heim í teljandi mæli séu þeir krafðir um smitgát eða sóttkví í marga daga eftir komu til landsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira