Fótbolti

Bjarki Mark inn í stað Jóns Dags

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur er meiddur og kemst ekki með.
Jón Dagur er meiddur og kemst ekki með. vísir/getty

Jón Dagur Þorsteinsson er meiddur og ferðast því ekki með A-landsliði karla til Bandaríkjanna fyrir komandi landsleiki.

Ísland mætir Kanada 15. janúar og El Salvador fjórum dögum síðar, 19. janúar.

Jón Dagur, sem leikur með AGF í Danmörku, er meiddur og hefur hinn 24 ára gamli Bjarni Mark Antonsson verið kallaður inn í hópinn.
Bjarni, sem er uppalinn á Siglufirði, en hefur leikið með KA hér á Íslandi leikur nú með Brage í sænsku B-deildinni.

Leikmannahópinn í heild sinni má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.