Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2020 08:30 Akureyringurinn Finnur Aðalbjörnsson. Vísir/Baldur Akureyringur gerði sér lítið fyrir og ruddi veginn um Öxnadalsheiði í kolbrjáluðu veðri svo starfsmenn hans kæmust í kærkomið frí. Framtakið spurðist út sem varð til þess að nokkrir aðrir fengu að fljóta með, þar á meðal einn sem þurfti nauðsynlega að komast til læknis. Starfsmenn verktakafyrirtækis Finns Aðabjörnssonar á Akureyri höfðu beðið í tæpan sólarhring á miðvikudag eftir því að vegurinn um Öxnadalsheiði yrði opnaður. Þeir áttu bókað flug erlendis á fimmtudagsmorgun. Annars vegar ætlaði hluti þeirra til Birmingham og hins vegar til Svíþjóðar til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu keppa á Evrópumótinu í handbolta. Örvæntingafullir leituðu þeir til yfirmanns síns, Finns Aðalbjörnssonar eftir hjálp. „Þetta var nú bara smá grín fyrst. Þeir spurðu hvort ég gæti ekki bara farið og opnað fyrir þá. Við töluðum við Vegagerðina og spurðum hvort það væri ekki í lagi að stinga í gegn. Þeir sögðu það í lagi svo lengi sem við værum ekkert að gaspra um það,“ segir Finnur. Finnur segist sjaldan hafa séð svo mikla snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti.Aðsend Leyfið fékkst frá Vegagerðinni enda sér fyrirtæki Finns um snjómokstur á Akureyri og þeir vel búnir. Hann passaði sig að skemma ekkert fyrir þeim sem sjá um mokstur á heiðinni sem hann segir algjörar hetjur en hafi eðlilega þurft að hætta mokstri vegna veðurs. „Við vorum á okkar eigin ábyrgð þarna og passaði mig að valda ekki neinum óþægindum fyrir snjómoksturmennina sem moka heiðina. Þetta eru algjörir naglar sem hafa staðið sig svakalega vel. Þeir gáfust bara upp út af veðri, þeir gátu ekki opnað veginn út af brjáluðu veðri.“ Finnur segist sjaldan hafa séð aðra eins snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti. „Það var helvíti vont veður. Við vorum á móti vindinum alla leiðina. Það fauk allt á gluggann og maður sá ekkert út.“ Finnur segir strákana sem voru með honum hafa verið vel búna og stukku út með reglulegu millibili til að klifra upp á fjögur hundruð hestafla traktorinn, sem var búinn snjóblásara, til að berja af rúðunni. „Ég þurfti því aldrei að fara út.“ Heilt yfir tók það 9 tíma að ryðja veginn fram og til baka. Skyggnið var lítið sem ekkert að sögn Finns.Aðsend Ferðin spurðist þó fljótlega út. Þegar Finnur kom niður heiðina sá hann 23 bíla sem höfðu fylgt þeim og mikið þakklæti sem fylgdi. „Það fjölgaði alltaf í röðinni á eftir. Ég sá bara fremstu bílana sem voru á eftir mér. Þegar við komum niður í Skagafjörð voru 23 á eftir. Allir mjög þakklátir. Þar á meðal fullorðinn maður sem þurfti að komast til sænsk læknis sem var bara í Reykjavík einn dag til viðbótar. Það var ósköp gott að geta komið þessum manni suður.“ Sjö fylgdu síðan Finni til baka yfir heiðina. Þrátt fyrir níu tíma verk kom aldrei annað til greina en að aðstoða starfsmennina sína. „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig.“ Starfsmennirnir rétt sluppu yfir Holtavörðuheiði áður en vegurinn var lokaður og komust í flug. Þegar fréttastofa hitti Finn var hann á leið til Boston með fjölskyldunni. Um er að ræða ferð sem börnin gáfu honum því þau höfðu séð hann lítið í desember vegna annríkis við snjómokstur fyrir norðan. „Það er búið að vera vont veður fyrir norðan lengi og mikill snjór. Þetta hefur verið nánast sleitulaust frá miðjum desember og þangað til í dag. Við fengum tvo daga í frí um jólin, það var allt of sumt. Menn eru orðnir pínu þreyttir.“ Akureyri Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Akureyringur gerði sér lítið fyrir og ruddi veginn um Öxnadalsheiði í kolbrjáluðu veðri svo starfsmenn hans kæmust í kærkomið frí. Framtakið spurðist út sem varð til þess að nokkrir aðrir fengu að fljóta með, þar á meðal einn sem þurfti nauðsynlega að komast til læknis. Starfsmenn verktakafyrirtækis Finns Aðabjörnssonar á Akureyri höfðu beðið í tæpan sólarhring á miðvikudag eftir því að vegurinn um Öxnadalsheiði yrði opnaður. Þeir áttu bókað flug erlendis á fimmtudagsmorgun. Annars vegar ætlaði hluti þeirra til Birmingham og hins vegar til Svíþjóðar til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu keppa á Evrópumótinu í handbolta. Örvæntingafullir leituðu þeir til yfirmanns síns, Finns Aðalbjörnssonar eftir hjálp. „Þetta var nú bara smá grín fyrst. Þeir spurðu hvort ég gæti ekki bara farið og opnað fyrir þá. Við töluðum við Vegagerðina og spurðum hvort það væri ekki í lagi að stinga í gegn. Þeir sögðu það í lagi svo lengi sem við værum ekkert að gaspra um það,“ segir Finnur. Finnur segist sjaldan hafa séð svo mikla snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti.Aðsend Leyfið fékkst frá Vegagerðinni enda sér fyrirtæki Finns um snjómokstur á Akureyri og þeir vel búnir. Hann passaði sig að skemma ekkert fyrir þeim sem sjá um mokstur á heiðinni sem hann segir algjörar hetjur en hafi eðlilega þurft að hætta mokstri vegna veðurs. „Við vorum á okkar eigin ábyrgð þarna og passaði mig að valda ekki neinum óþægindum fyrir snjómoksturmennina sem moka heiðina. Þetta eru algjörir naglar sem hafa staðið sig svakalega vel. Þeir gáfust bara upp út af veðri, þeir gátu ekki opnað veginn út af brjáluðu veðri.“ Finnur segist sjaldan hafa séð aðra eins snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti. „Það var helvíti vont veður. Við vorum á móti vindinum alla leiðina. Það fauk allt á gluggann og maður sá ekkert út.“ Finnur segir strákana sem voru með honum hafa verið vel búna og stukku út með reglulegu millibili til að klifra upp á fjögur hundruð hestafla traktorinn, sem var búinn snjóblásara, til að berja af rúðunni. „Ég þurfti því aldrei að fara út.“ Heilt yfir tók það 9 tíma að ryðja veginn fram og til baka. Skyggnið var lítið sem ekkert að sögn Finns.Aðsend Ferðin spurðist þó fljótlega út. Þegar Finnur kom niður heiðina sá hann 23 bíla sem höfðu fylgt þeim og mikið þakklæti sem fylgdi. „Það fjölgaði alltaf í röðinni á eftir. Ég sá bara fremstu bílana sem voru á eftir mér. Þegar við komum niður í Skagafjörð voru 23 á eftir. Allir mjög þakklátir. Þar á meðal fullorðinn maður sem þurfti að komast til sænsk læknis sem var bara í Reykjavík einn dag til viðbótar. Það var ósköp gott að geta komið þessum manni suður.“ Sjö fylgdu síðan Finni til baka yfir heiðina. Þrátt fyrir níu tíma verk kom aldrei annað til greina en að aðstoða starfsmennina sína. „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig.“ Starfsmennirnir rétt sluppu yfir Holtavörðuheiði áður en vegurinn var lokaður og komust í flug. Þegar fréttastofa hitti Finn var hann á leið til Boston með fjölskyldunni. Um er að ræða ferð sem börnin gáfu honum því þau höfðu séð hann lítið í desember vegna annríkis við snjómokstur fyrir norðan. „Það er búið að vera vont veður fyrir norðan lengi og mikill snjór. Þetta hefur verið nánast sleitulaust frá miðjum desember og þangað til í dag. Við fengum tvo daga í frí um jólin, það var allt of sumt. Menn eru orðnir pínu þreyttir.“
Akureyri Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira