Lundinn sækir sér prik til að klóra sér Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2020 20:30 Lundi er fugl, sem er mikið ólíkindatól því nú hafa vísindamenn fundið upp að hann sækir sér verkfæri þegar hann þarf að klóra sér. Þessi aðferð hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. Lundinn er stærsta hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Fuglinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Nú hefur Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og félagar hans komist að því að lundinn virðist fær um að nota verkfæri þegar hann klórar sér. Hann notar prik til að klóra sér. Þetta kann að virðast frekar hófleg verkfæranotkun við fyrstu sýn en er þó mikill áfangi í þróun sem hefur aðeins komið fram hjá fáum hópum dýra og hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem við tókum eftir er að lundinn notar tól eða verkfæri, klórar sér með prikum, sem er mjög athyglisvert.Þetta er mjög sjaldgæft að dýr geri þetta svona almennt séð og þykir merkilegt fyrir þær sakir sérstaklega“, segir Erpur Snær, líffræðingur í Vestmannaeyjum Hér má sjá lunda með prik til að klóra sér.Aðsend Og hvaða aðferðir notar hann? „Hann nær sér í litil prik, ég sá nú ekki nákvæmlega hvað þetta var, en þetta eru einhverskonar viðarbútar og svo klórar hann sér á bakinu eða á kvið með þessu. Við vitum ekki alveg hvað hann er nákvæmlega að gera með þessu, hvort hann er að losa til dæmis sníkjudýr eða hvað það er. Hann er að klóra sér með þessu“. Erpur Snær segir að myndirnar af klóri lundans hafi verið teknar við holur lundans til að sjá þegar þeir koma inn úr fæðuöflunarferð með GPS tæki á bakinu, hvort þeir væru að koma inn með fæðu eða ekki. „Þeir virðast gera þetta í einhverju mæli og sjálfsagt er þetta algengara ef menn leita af þessu“, segir Erpur Snær. Hér má sjá lifandi myndir af lundum klóra sér. Dýr Vestmannaeyjar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Lundi er fugl, sem er mikið ólíkindatól því nú hafa vísindamenn fundið upp að hann sækir sér verkfæri þegar hann þarf að klóra sér. Þessi aðferð hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. Lundinn er stærsta hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Fuglinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Nú hefur Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og félagar hans komist að því að lundinn virðist fær um að nota verkfæri þegar hann klórar sér. Hann notar prik til að klóra sér. Þetta kann að virðast frekar hófleg verkfæranotkun við fyrstu sýn en er þó mikill áfangi í þróun sem hefur aðeins komið fram hjá fáum hópum dýra og hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem við tókum eftir er að lundinn notar tól eða verkfæri, klórar sér með prikum, sem er mjög athyglisvert.Þetta er mjög sjaldgæft að dýr geri þetta svona almennt séð og þykir merkilegt fyrir þær sakir sérstaklega“, segir Erpur Snær, líffræðingur í Vestmannaeyjum Hér má sjá lunda með prik til að klóra sér.Aðsend Og hvaða aðferðir notar hann? „Hann nær sér í litil prik, ég sá nú ekki nákvæmlega hvað þetta var, en þetta eru einhverskonar viðarbútar og svo klórar hann sér á bakinu eða á kvið með þessu. Við vitum ekki alveg hvað hann er nákvæmlega að gera með þessu, hvort hann er að losa til dæmis sníkjudýr eða hvað það er. Hann er að klóra sér með þessu“. Erpur Snær segir að myndirnar af klóri lundans hafi verið teknar við holur lundans til að sjá þegar þeir koma inn úr fæðuöflunarferð með GPS tæki á bakinu, hvort þeir væru að koma inn með fæðu eða ekki. „Þeir virðast gera þetta í einhverju mæli og sjálfsagt er þetta algengara ef menn leita af þessu“, segir Erpur Snær. Hér má sjá lifandi myndir af lundum klóra sér.
Dýr Vestmannaeyjar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira