Lífið

Afsakar að eyðileggja partýið og birtir sönnun þess að Enginn eins og þú sé ekki stolið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sungið af innlifun.
Sungið af innlifun. Stöð 2

Arnar Ingi Ingason, pródúsent sem samdi lagið Enginn eins og þú með tónlistarmanninum Auðunni Lútherssyni, segir ekkert til í því að lagið sé undir áhrifum eða stolið af hljómsveit frá Nýja-Sjálandi.

Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum auk þess sem fjölmiðlar hafa slegið líkindunum upp.

Lagið má heyra hér að neðan.

Lagið sem mörgum þykir svo sláandi líkt slagara þeirra Arnars Inga og Auðunns, betur þekktur sem Auður, heitir On My Mind. Það er hljómsveitin Leisure frá Nýja-Sjálandi sem gaf lagið út í apríl í fyrra en Enginn eins og þú kom út tveimur mánuðum síðar.

Arnar Ingi tjáir sig lítillega um málið á Twitter og tekur af allan vafa. Hann segir þá félaga hafa verið búnir að semja lagið Enginn eins og þú í febrúar í fyrra. Líkindin séu algjör tilviljun.

Auður spilaði lagið í Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt og má heyra eftir 25:30 í myndbandinu.

„Sorry að ég sé að eyðileggja þetta partí en ég og Auðunn sömdum lagið í febrúar á síðasta ári. Þetta er bara pjúra tilviljun.“

Arnar Ingi birtir demo útgáfu af Enginn eins og þú með færslu sinni á Twitter þar sem sjá má að svokölluð demó útgáfa var tilbúin í febrúar í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×