Fótbolti

Flug­elda­r og læti er Arnór og fé­lagar mættu til æfinga | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Malmö fagna sætinu í 32-liða úrslitunum.
Malmö fagna sætinu í 32-liða úrslitunum. vísir/getty

Það var líf og fjör er Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö mættu aftur tli æfinga í gær eftir jólafrí.

Sænski boltinn kláraðist í nóvember en Arnór Ingvi og félagar spiluðu í Evrópudeildinni þangað til um miðjan desember og fóru svo í frí.

Þeir eru komnir í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem þeir mæta Wolfsburg en Jon Dahl Tomasson er nýr þjálfari Malmö.

Leikmenn Malmö mættu til æfinga í gær og það var heldur betur fjör á æfingunni. Stuðningsmennirnir buðu nefnilega upp á flugeldasýningu.Malmö mætir Wolfsburg þann 20. og 27. janúar en liðið hefur einnig leik í sænska bikarnum um miðjan mánuðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.