Innlent

Komst út um gluggann eftir að strætó endaði í Tjörninni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strætó úti í Tjörn. Hljómskálinn í bakgrunni.
Strætó úti í Tjörn. Hljómskálinn í bakgrunni.

Enginn farþegi var um borð þegar leið tólf hjá strætó hafnaði hálfur úti í Reykjavíkurtjörn undir miðnætti í nótt. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir bílstjórann hafa verið einan í vagninum enda vaktinni að ljúka.

Strætisvagninn var rétt ókominn að brúnni yfir Tjörnina á Skothúsvegi þegar vagninn fékk á sig vindhviðu. Afar hált var á veginum og afleiðingarnar þær að vagninn hafnaði úti í Tjörninni.

Guðmundur Heiðar segir vagnstjóra hafa prílað út um gluggann bílstjóramegin enda hafi hurðin verið hálf úti í Tjörn. Hann hafi verið ómeiddur og kallað eftir aðstoð frá Kynnisferðum sem gerir út vagninn í verktöku hjá Strætó. Um helmingur leiða Strætó á höfuðborgarsvæðinu eru í verktöku.

Óvíst er um skemmdir á vagninum en hann er í skoðun. Guðmundur Heiðar telur tjón líklega ekki stórkostlegt en eitthvað gæti verið um skemmdir undir vagninum og á horninu sem hafnaði úti í tjörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×