Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 02:46 Frá höfninni á Flateyri í kvöld. Bátar mara þar í hálfu kafi. Magnús einar Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Hann rauk strax af stað í björgunaraðgerðir og lýsir gríðarlegu tjóni í bænum, einkum í höfninni. „Ég bý í efstu götunni sjálfur, alveg í hinum endanum, og vakna við tvo stóra hvelli eins og það hafi orðið sprengja,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram í stofu og séð mikið kóf fyrir utan gluggann, og ekkert venjulegt „skafrenningskóf“. Það hafi ekki verið um að villast – snjóflóð hafði fallið. „Maður dressaði sig strax og við vorum að gera okkur klára að rýma húsnæði sem lýðháskólanemarnir eru í þegar hitt flóðið fer af stað.“ Enn er mjög hvasst á svæðinu.Magnús einar Smábátabryggjan farin Seinna flóðið lenti á húsi í útjaðri bæjarins, rétt fyrir neðan varnargarðinn, þar sem býr móðir með börn sín. Dóttir hennar á unglingsaldri lenti undir flóðinu og var Magnús staddur í sundlauginni á Flateyri með stúlkunni þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Hann segir stúlkuna að hressast en unnið er að því að halda á henni hita í hlýju sundlaugarhúsinu. Þá lýsir Magnús því að gríðarlegt tjón hafi orðið í snjóflóðunum sem féllu á bæinn í kvöld. Þegar fregnir bárust af seinna flóðinu hafi athygli björgunarsveitanna alfarið beinst að fólkinu sem þá var í hættu en fyrst nú á þriðja tímanum var hægt að byrja að huga að bryggjunni. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið.“ Von er á varðskipinu Þór til Flateyrar innan skamms. Myndin er frá bænum eftir að snjóflóðin féllu í kvöld.Magnús einar Fólkið ræður sjálft Veður er enn afar slæmt á svæðinu, mjög hvasst og áfram snjóar. Magnús segir að björgunarsveitir séu í góðu sambandi við Veðurstofuna, sem hafi ákveðið að grípa ekki til frekari rýminga á Flateyri. Þar hafi í raun engin hús verið rýmd fyrir utan hús í grennd við það sem varð fyrir flóðinu, sem og hús í Hafnarstræti sem stendur við höfnina. „En mín fjölskylda fór til dæmis til vinafólks. Fólkið ræður sjálft,“ segir Magnús. Von er á varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna. Magnús segir að staðan verði tekin þegar skipið kemur í bæinn. Alls féllu tvö snjóflóð á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Hann rauk strax af stað í björgunaraðgerðir og lýsir gríðarlegu tjóni í bænum, einkum í höfninni. „Ég bý í efstu götunni sjálfur, alveg í hinum endanum, og vakna við tvo stóra hvelli eins og það hafi orðið sprengja,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram í stofu og séð mikið kóf fyrir utan gluggann, og ekkert venjulegt „skafrenningskóf“. Það hafi ekki verið um að villast – snjóflóð hafði fallið. „Maður dressaði sig strax og við vorum að gera okkur klára að rýma húsnæði sem lýðháskólanemarnir eru í þegar hitt flóðið fer af stað.“ Enn er mjög hvasst á svæðinu.Magnús einar Smábátabryggjan farin Seinna flóðið lenti á húsi í útjaðri bæjarins, rétt fyrir neðan varnargarðinn, þar sem býr móðir með börn sín. Dóttir hennar á unglingsaldri lenti undir flóðinu og var Magnús staddur í sundlauginni á Flateyri með stúlkunni þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Hann segir stúlkuna að hressast en unnið er að því að halda á henni hita í hlýju sundlaugarhúsinu. Þá lýsir Magnús því að gríðarlegt tjón hafi orðið í snjóflóðunum sem féllu á bæinn í kvöld. Þegar fregnir bárust af seinna flóðinu hafi athygli björgunarsveitanna alfarið beinst að fólkinu sem þá var í hættu en fyrst nú á þriðja tímanum var hægt að byrja að huga að bryggjunni. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið.“ Von er á varðskipinu Þór til Flateyrar innan skamms. Myndin er frá bænum eftir að snjóflóðin féllu í kvöld.Magnús einar Fólkið ræður sjálft Veður er enn afar slæmt á svæðinu, mjög hvasst og áfram snjóar. Magnús segir að björgunarsveitir séu í góðu sambandi við Veðurstofuna, sem hafi ákveðið að grípa ekki til frekari rýminga á Flateyri. Þar hafi í raun engin hús verið rýmd fyrir utan hús í grennd við það sem varð fyrir flóðinu, sem og hús í Hafnarstræti sem stendur við höfnina. „En mín fjölskylda fór til dæmis til vinafólks. Fólkið ræður sjálft,“ segir Magnús. Von er á varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna. Magnús segir að staðan verði tekin þegar skipið kemur í bæinn. Alls féllu tvö snjóflóð á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59