Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 15. janúar 2020 02:20 Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu. Vísir/jói k Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð í Reykjavík var virkjuð upp úr klukkan hálf tólf eftir upplýsingar um að snjóflóð hefðu fallið á Flateyri og í Súgandafirði. Rögnvaldur segir að fljótlega hafi verið ljóst að um stór snjóflóð væri að ræða og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu kallaðir út. Tíðindi bárust að einn einstaklingur hefði lent í flóðinu. Sá, ung kona á Flateyri, slasaðist ekki alvarlega. Það sé þó ekki þægilegt að lenda í snjóflóði og vera fastur í smá tíma. Snjóflóðin virðast hafa verið stór og lýsir íbúi á Flateyri því að hún hafi talið að eiginmaður hennar hafi ekið á bílskúrshurðina. Hún hafi litið út og séð bíl sinn á hvolfi. „Það er erfitt að átta sig á stærðinni í myrkrinu en það hljómar eins og þetta sé á pari við það sem féll árið 1995,“ segir Rögnvaldur. Tuttugu manns fórust í snjóflóðinu þann 26. október 1995 á Flateyri. Snjóflóðavarnargarðurinn, sem reistur var eftir hamfarirnar, hafi sennilega bjargað miklu í kvöld. Á myndinni má sjá snjóflóðavarnargarðinn sem reistur var eftir flóðið 1995. Garðurinn er á að beina snjónum til hliðar við þorpið.Christian Bickel fingalo Varðskipið Þór er á leiðinni til Flateyrar frá Ísafirði með á fjórða tug björgunarsveitarfólks auk þriggja lögreglumanna. Þá er í skipinu læknir sem mun líta á ungu konuna sem lenti í flóðinu. Reiknað er með komu skipsins til Flateyrar á milli klukkan hálf þrjú og þrjú. Einskis er saknað á Flateyri og Suðureyri. Ljóst er að töluvert tjón er á Flateyri þar sem bátar fóru út í höfnina eftir að flóðbylgja féll á þá og sleit frá höfninni. „Við erum ekki búnir að fá yfirlit yfir tjónið á Suðureyri,“ segir Rögnvaldur. Síðast þegar flóð varð í Súgandafirði hafi orðið tjón á bátum og vegklæðningu. Þeir hafi heyrt af brotnum rúðum og einhverjir bílar hafi farið af stað. Viðbragðsaðilar á svæðinu fari yfir vettvang í bæjunum en þar sé fyrst og fremst hugsað um fólkið, líf og limi. Ekki sé víst að mynd fáist á tjónið fyrr en birti. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Þeim tilmælum er beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Á Flateyri er fólk hvatt til að halda sig heima. „Það eru allar líkur á því að gilið fyrir ofan Flateyri hafi tæmt sig. Aðrar hlíðar á svæðinu eru kjaftfullar af snjó og snjóflóðahætta áfram til staðar.“ Rögnvaldur hvetur íbúa til að halda ró sinni. „Ef fólk er í vandræðum þá ekki hika við að kalla eftir hjálp.“ Þótt lokað sé á milli sveitarfélaga þá séu viðbragðsaðilar á þessum stöðum sem geti hjálpað. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð í Reykjavík var virkjuð upp úr klukkan hálf tólf eftir upplýsingar um að snjóflóð hefðu fallið á Flateyri og í Súgandafirði. Rögnvaldur segir að fljótlega hafi verið ljóst að um stór snjóflóð væri að ræða og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu kallaðir út. Tíðindi bárust að einn einstaklingur hefði lent í flóðinu. Sá, ung kona á Flateyri, slasaðist ekki alvarlega. Það sé þó ekki þægilegt að lenda í snjóflóði og vera fastur í smá tíma. Snjóflóðin virðast hafa verið stór og lýsir íbúi á Flateyri því að hún hafi talið að eiginmaður hennar hafi ekið á bílskúrshurðina. Hún hafi litið út og séð bíl sinn á hvolfi. „Það er erfitt að átta sig á stærðinni í myrkrinu en það hljómar eins og þetta sé á pari við það sem féll árið 1995,“ segir Rögnvaldur. Tuttugu manns fórust í snjóflóðinu þann 26. október 1995 á Flateyri. Snjóflóðavarnargarðurinn, sem reistur var eftir hamfarirnar, hafi sennilega bjargað miklu í kvöld. Á myndinni má sjá snjóflóðavarnargarðinn sem reistur var eftir flóðið 1995. Garðurinn er á að beina snjónum til hliðar við þorpið.Christian Bickel fingalo Varðskipið Þór er á leiðinni til Flateyrar frá Ísafirði með á fjórða tug björgunarsveitarfólks auk þriggja lögreglumanna. Þá er í skipinu læknir sem mun líta á ungu konuna sem lenti í flóðinu. Reiknað er með komu skipsins til Flateyrar á milli klukkan hálf þrjú og þrjú. Einskis er saknað á Flateyri og Suðureyri. Ljóst er að töluvert tjón er á Flateyri þar sem bátar fóru út í höfnina eftir að flóðbylgja féll á þá og sleit frá höfninni. „Við erum ekki búnir að fá yfirlit yfir tjónið á Suðureyri,“ segir Rögnvaldur. Síðast þegar flóð varð í Súgandafirði hafi orðið tjón á bátum og vegklæðningu. Þeir hafi heyrt af brotnum rúðum og einhverjir bílar hafi farið af stað. Viðbragðsaðilar á svæðinu fari yfir vettvang í bæjunum en þar sé fyrst og fremst hugsað um fólkið, líf og limi. Ekki sé víst að mynd fáist á tjónið fyrr en birti. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Þeim tilmælum er beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Á Flateyri er fólk hvatt til að halda sig heima. „Það eru allar líkur á því að gilið fyrir ofan Flateyri hafi tæmt sig. Aðrar hlíðar á svæðinu eru kjaftfullar af snjó og snjóflóðahætta áfram til staðar.“ Rögnvaldur hvetur íbúa til að halda ró sinni. „Ef fólk er í vandræðum þá ekki hika við að kalla eftir hjálp.“ Þótt lokað sé á milli sveitarfélaga þá séu viðbragðsaðilar á þessum stöðum sem geti hjálpað. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59