Innlent

Far­þegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru innstig í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu um 12,2 milljónir á árinu 2019.
Alls voru innstig í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu um 12,2 milljónir á árinu 2019. Vísir/vilhelm

Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þar segir að innstig í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 11,4 milljónir árið 2018, en á nýliðnu ári hafi þau verið um 12,2 milljónir.

Í tilkynningunni segir ennfremur að olíunotkun Strætó hafi minnkað um tæpa 252 þúsund lítra árið 2019 í samanburði við árið 2018 eða um 13,5 prósent.

„Losun á CO2 minnkaði um rúmlega 606 tonn á milli ára.  Þessar tölur skýrast af innkomu 14 rafvagna inn í leiðanet Strætó en vagnarnir voru komnir í fulla notkun árið 2019,“ segir í tilkynningunni.

Strætó


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.