Innlent

Far­þegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru innstig í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu um 12,2 milljónir á árinu 2019.
Alls voru innstig í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu um 12,2 milljónir á árinu 2019. Vísir/vilhelm

Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þar segir að innstig í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 11,4 milljónir árið 2018, en á nýliðnu ári hafi þau verið um 12,2 milljónir.

Í tilkynningunni segir ennfremur að olíunotkun Strætó hafi minnkað um tæpa 252 þúsund lítra árið 2019 í samanburði við árið 2018 eða um 13,5 prósent.

„Losun á CO2 minnkaði um rúmlega 606 tonn á milli ára.  Þessar tölur skýrast af innkomu 14 rafvagna inn í leiðanet Strætó en vagnarnir voru komnir í fulla notkun árið 2019,“ segir í tilkynningunni.

Strætó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×