Innlent

Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Flateyri í dag.
Frá Flateyri í dag. Vísir/Egill

Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar.

Íbúafundurinn á Flateyri verður haldinn mánudaginn 20. janúar kl. 17:00 í Félagsbæ. Íbúafundurinn á Suðureyri verður haldinn mánudaginn 20. janúar kl. 20:00 í félagsheimilinu á Suðureyri.

Fundarstjóri verður Rögnvaldur Ólafsson frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Dagskrá fundanna er eftirfarandi:

 1. Ávarp bæjarstjóra
 2. Tryggingarvernd Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands
 3. Snjóflóðin 14. Janúar 2020. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands
 4. Skipulag áfallahjálpar. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar
 5. Umræður

Á fundinum verða auk bæjarstjóra og fulltrúa lögreglustjórans á Vestfjörðum fulltrúar frá eftirfarandi aðilum:

 • Ofanflóðasjóði
 • Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
 • Rauða krossi Íslands
 • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
 • Umhverfisstofnun
 • Svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Þá verður einnig haldinn íbúafundur í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 21. janúar kl. 17. Dagskrá verður auglýst mánudaginn 20. janúar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.