Innlent

Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Flateyri í dag.
Frá Flateyri í dag. Vísir/Egill

Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar.

Íbúafundurinn á Flateyri verður haldinn mánudaginn 20. janúar kl. 17:00 í Félagsbæ. Íbúafundurinn á Suðureyri verður haldinn mánudaginn 20. janúar kl. 20:00 í félagsheimilinu á Suðureyri.

Fundarstjóri verður Rögnvaldur Ólafsson frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Dagskrá fundanna er eftirfarandi:

 1. Ávarp bæjarstjóra
 2. Tryggingarvernd Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands
 3. Snjóflóðin 14. Janúar 2020. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands
 4. Skipulag áfallahjálpar. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar
 5. Umræður

Á fundinum verða auk bæjarstjóra og fulltrúa lögreglustjórans á Vestfjörðum fulltrúar frá eftirfarandi aðilum:

 • Ofanflóðasjóði
 • Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
 • Rauða krossi Íslands
 • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
 • Umhverfisstofnun
 • Svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Þá verður einnig haldinn íbúafundur í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 21. janúar kl. 17. Dagskrá verður auglýst mánudaginn 20. janúar.


Tengdar fréttir

Snjórinn fór í gegnum allt húsið og reif með sér alla milli­veggi

Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið.

Segir atvinnulífið á Flateyri í molum

Þorgils Þorgilsson, sem rekur fiskverkun og fiskmarkað á Flateyri, segist ekki hafa átt von á því að bátarnir sykkju í snjóflóði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.