Íslenski boltinn

Emil með slitið krossband og Finnur Tómas ristarbrotinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur Tómas missir af byrjun tímabilsins.
Finnur Tómas missir af byrjun tímabilsins. vísir/bára

Emil Ásmundsson, sem kom til Íslandsmeistara KR frá Fylki síðasta haust, er með slitið krossband og spilar ekkert á næsta tímabili. Þá er Finnur Tómas Pálmason ristarbrotinn og missir væntanlega af fyrstu leikjunum í Pepsi Max-deild karla.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, greindi frá þessu í samtali við 433.is.

„Emil er með slitið fremra krossband, tímabilið eins og það leggur [sig] er búið,“ sagði Rúnar.

Finnur Tómas meiddist þegar hann var á reynslu hjá Rangers í Skotlandi og þarf að fara í aðgerð.

Finnur Tómas var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.

Emil missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla og ljóst er að hann leikur ekkert með KR í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.