Íslenski boltinn

Emil með slitið krossband og Finnur Tómas ristarbrotinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur Tómas missir af byrjun tímabilsins.
Finnur Tómas missir af byrjun tímabilsins. vísir/bára

Emil Ásmundsson, sem kom til Íslandsmeistara KR frá Fylki síðasta haust, er með slitið krossband og spilar ekkert á næsta tímabili. Þá er Finnur Tómas Pálmason ristarbrotinn og missir væntanlega af fyrstu leikjunum í Pepsi Max-deild karla.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, greindi frá þessu í samtali við 433.is.

„Emil er með slitið fremra krossband, tímabilið eins og það leggur [sig] er búið,“ sagði Rúnar.

Finnur Tómas meiddist þegar hann var á reynslu hjá Rangers í Skotlandi og þarf að fara í aðgerð.

Finnur Tómas var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.

Emil missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla og ljóst er að hann leikur ekkert með KR í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.