Enginn uppgjafartónn í Vestfirðingum Andri Eysteinsson skrifar 19. janúar 2020 23:09 Lilja og Guðmundur. Vísir/Einar „Ég held að þessar byggðir hafi skilað svo miklu inn í samfélagið að þær eigi það skuldlaust að staðið verði vörð um öryggi þessara íbúa,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgfirðingur og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Lilja var spurð út í sjónarmið þess efnis að hugsa þurfi hvort það sé þess virði að eyða svo miklum fjármunum í að verja litlar byggðir á landsbyggðinni fyrir náttúruhamförum en eins og vitað er féllu snjóflóð á bæði Suðureyri, heimabæ Lilju, og Flateyri á dögunum. Lilja Rafney var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í seinni hluta Víglínunnar ásamt Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Guðmundur tók undir með orðum Lilju og hvatti fólk til þess að skoða hve mikil verðmæti samfélagið á Vestfjörðum skapi fyrir þjóðarbúið. Einnig sagði Guðmundur að það væri mikilvægt að litlar byggðir sama hvar á landinu haldi sér. Hverfi þær á braut gætu Íslendingar misst tengsl sín við upprunann. Þau Guðmundur og Lilja voru þá einnig sammála um að engan uppgjafartón væri að finna í fólkinu á Vestfjörðum. „Fólki var brugðið en það sést á viðtölum við þetta fólk að það er enginn uppgjafartónn. Við þurfum að styðja við fólkið til þess að fá hjólin til að snúast að nýju á svæðinu, sagði Lilja Rafney og bætti við að þó að fólk sé upp til hópa hart af sér fyrir vestan sé gríðarlega mikilvægt að því sé veitt sáluhjálp eftir áföll sem þessi. „Við verðum líka að bera virðingu fyrir ákvörðunarvaldi fólks. Finni einhver fyrir því að þetta ógni öryggi fjölskyldunnar þá ber að bera virðingu fyrir því. Er búandi á þessum stað, er spurning sem við fáum í hverri einustu viku,“ segir Guðmundur og bætir við að sömu spurningu spyrji fólk Íslendinga í heild sinni. „Þetta eru heimkynni okkar, við kjósum að búa í nábýli við náttúruna og byggð byggist fyrir vestan út af því að við erum nálægt náttúrunni. Fyrir því þurfa allir að bera virðingu. Það er ekki þannig að maður rífi upp rætur sínar í einu vetfangi með stuttri ákvörðun í kaffiboði. Ég held að það hefðu ekki selst tvær fasteignir á Flateyri í vikunni eftir flóðin ef það væri einhver bilbugur á Flateyringum,“ sagði bæjarstjórinn og bætir við: „Að halda því fram að byggð muni núna í framhaldinu leggjast af á þessum stöðum. Ég get bara ekki séð hvernig málin þróast í þá átt, vegna þess að ég þekki Flateyringa, og Súgfirðinga og ég þekki Vestfirðinga,“ Byggðamál Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Víglínan Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Ég held að þessar byggðir hafi skilað svo miklu inn í samfélagið að þær eigi það skuldlaust að staðið verði vörð um öryggi þessara íbúa,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgfirðingur og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Lilja var spurð út í sjónarmið þess efnis að hugsa þurfi hvort það sé þess virði að eyða svo miklum fjármunum í að verja litlar byggðir á landsbyggðinni fyrir náttúruhamförum en eins og vitað er féllu snjóflóð á bæði Suðureyri, heimabæ Lilju, og Flateyri á dögunum. Lilja Rafney var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í seinni hluta Víglínunnar ásamt Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Guðmundur tók undir með orðum Lilju og hvatti fólk til þess að skoða hve mikil verðmæti samfélagið á Vestfjörðum skapi fyrir þjóðarbúið. Einnig sagði Guðmundur að það væri mikilvægt að litlar byggðir sama hvar á landinu haldi sér. Hverfi þær á braut gætu Íslendingar misst tengsl sín við upprunann. Þau Guðmundur og Lilja voru þá einnig sammála um að engan uppgjafartón væri að finna í fólkinu á Vestfjörðum. „Fólki var brugðið en það sést á viðtölum við þetta fólk að það er enginn uppgjafartónn. Við þurfum að styðja við fólkið til þess að fá hjólin til að snúast að nýju á svæðinu, sagði Lilja Rafney og bætti við að þó að fólk sé upp til hópa hart af sér fyrir vestan sé gríðarlega mikilvægt að því sé veitt sáluhjálp eftir áföll sem þessi. „Við verðum líka að bera virðingu fyrir ákvörðunarvaldi fólks. Finni einhver fyrir því að þetta ógni öryggi fjölskyldunnar þá ber að bera virðingu fyrir því. Er búandi á þessum stað, er spurning sem við fáum í hverri einustu viku,“ segir Guðmundur og bætir við að sömu spurningu spyrji fólk Íslendinga í heild sinni. „Þetta eru heimkynni okkar, við kjósum að búa í nábýli við náttúruna og byggð byggist fyrir vestan út af því að við erum nálægt náttúrunni. Fyrir því þurfa allir að bera virðingu. Það er ekki þannig að maður rífi upp rætur sínar í einu vetfangi með stuttri ákvörðun í kaffiboði. Ég held að það hefðu ekki selst tvær fasteignir á Flateyri í vikunni eftir flóðin ef það væri einhver bilbugur á Flateyringum,“ sagði bæjarstjórinn og bætir við: „Að halda því fram að byggð muni núna í framhaldinu leggjast af á þessum stöðum. Ég get bara ekki séð hvernig málin þróast í þá átt, vegna þess að ég þekki Flateyringa, og Súgfirðinga og ég þekki Vestfirðinga,“
Byggðamál Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Víglínan Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira