„Nóg að gera“ í veðrinu þessa dagana Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:16 Það er einna helst á Suðurlandi sem styttir upp í dag. Vísir/vilhelm Færð verður víða mjög slæm á landinu í dag og því er beint til vegfarenda að huga vel að veðurspám og fara varlega áður en lagt er af stað. Veðurfræðingur segir að éljagangur geri ferðalöngum erfitt fyrir um norðanvert landið en suðaustanlands setji hvassviðri strik í reikninginn. Þá megi búast við töluverðum sviptingum í veðri næstu daga. Varað er við éljagangi og erfiðum akstursskilyrðum víða á landinu í dag í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kalt heimskautaloft flæðir yfir landið, með tilheyrandi frosti, og éljabakkar sækja að landinu úr norðri og vestri. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veður fari nú þegar versnandi fyrir norðan en gerir ráð fyrir að Suðausturland og Austfirðir sleppi að miklu leyti við úrkomuna í dag. „Það er að koma myndarlegur úrkomubakki inn á norðanvert landið þannig að færðin fyrir norðan verður leiðinleg. Það mun hins vegar skána sunnantil á landinu þegar líður á en svo hvessir austast um tíma, síðan seinnipartinn undir kvöld kemur nýr bakki með vestanátt aftur inn á vestanvert landið. Þannig að þetta er eiginlega svolítið mikið bland í poka.“ Vegfarendur, sem margir eru ef til vill á heimleið eftir hátíðarnar, ættu því að fara yfir veðurspár og færð áður en lagt er af stað. „Það er kannski ekki rosalega einfalt að átta sig almennilega á þessu en það er víða leiðindaveður, blint og éljagangur og verður það meira og minna í dag. Það verða uppstyttur hér og þar, það er einna helst á Suðurlandi og Suðausturlandi sem verður bjartara yfir en á Suðausturlandi verður býsna hvasst, þannig að þetta er nokkuð snúið.“ Óli segir að veður verði „í sama gírnum“ í fyrramálið en ágætisveður taki við seinnipartinn. Á laugardag megi íbúar suðvestanlands svo jafnvel búast við stormi, að minnsta kosti fyrri hluta dags. „Það er nóg að gera í veðrinu núna,“ segir Óli. Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Færð verður víða mjög slæm á landinu í dag og því er beint til vegfarenda að huga vel að veðurspám og fara varlega áður en lagt er af stað. Veðurfræðingur segir að éljagangur geri ferðalöngum erfitt fyrir um norðanvert landið en suðaustanlands setji hvassviðri strik í reikninginn. Þá megi búast við töluverðum sviptingum í veðri næstu daga. Varað er við éljagangi og erfiðum akstursskilyrðum víða á landinu í dag í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kalt heimskautaloft flæðir yfir landið, með tilheyrandi frosti, og éljabakkar sækja að landinu úr norðri og vestri. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veður fari nú þegar versnandi fyrir norðan en gerir ráð fyrir að Suðausturland og Austfirðir sleppi að miklu leyti við úrkomuna í dag. „Það er að koma myndarlegur úrkomubakki inn á norðanvert landið þannig að færðin fyrir norðan verður leiðinleg. Það mun hins vegar skána sunnantil á landinu þegar líður á en svo hvessir austast um tíma, síðan seinnipartinn undir kvöld kemur nýr bakki með vestanátt aftur inn á vestanvert landið. Þannig að þetta er eiginlega svolítið mikið bland í poka.“ Vegfarendur, sem margir eru ef til vill á heimleið eftir hátíðarnar, ættu því að fara yfir veðurspár og færð áður en lagt er af stað. „Það er kannski ekki rosalega einfalt að átta sig almennilega á þessu en það er víða leiðindaveður, blint og éljagangur og verður það meira og minna í dag. Það verða uppstyttur hér og þar, það er einna helst á Suðurlandi og Suðausturlandi sem verður bjartara yfir en á Suðausturlandi verður býsna hvasst, þannig að þetta er nokkuð snúið.“ Óli segir að veður verði „í sama gírnum“ í fyrramálið en ágætisveður taki við seinnipartinn. Á laugardag megi íbúar suðvestanlands svo jafnvel búast við stormi, að minnsta kosti fyrri hluta dags. „Það er nóg að gera í veðrinu núna,“ segir Óli.
Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira